Vigdís Hauks og Pétur fá ekki afsökunarbeiðni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:12 Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands.
Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45