Draumur Pippu um Íslandsför rætist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:46 Pippa og fjölskylda koma til Íslands á morgun. Mynd/Facebook-síða Pippu Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014 Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014
Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00