Draumur Pippu um Íslandsför rætist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:46 Pippa og fjölskylda koma til Íslands á morgun. Mynd/Facebook-síða Pippu Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014 Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014
Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00