Þörfin fyrir byssurnar var óljós Linda Blöndal skrifar 22. nóvember 2014 19:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin. Í tilkynningu frá gæslunni frá því í gær kemur fram að alltaf hafi verið litið á byssurnar sem komu til landsins í febrúar sem gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins hafi hinsvegar sagt að undirritaður hafi verið kaupsamningur upp á rúmar 11 milljónir króna vegna þeirra. Landhelgisgæslan ítrekar að hún hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir vopn sem fengist hafi frá Norðmönnum á undanförnum áratugum og því ekki talið að um bindandi kaupsamning hefði verið að ræða. Öllum 250 hríðskotabyssunum sem komu í sendingunni í febrúar verður skilað og samráð var haft við Ríkislögreglustjóra um ákvörðunina.Gróin leyndarhyggjaHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata situr í allsherjarnefnd Alþingis sem hefur málið til umfjöllunar. Hann segir enn eigi eftir að komast til botns í því hvernig málið þróaðist og nefndin muni skoða það nánar. „Mér þykir þetta fyrst og frems gleðiefni en mér finnst tvennt skipta mestu máli í þessu. Það er annars vegar eftirlit Alþingis og þá almennings, með því hvernig þessum málum er háttað almennt. Sömuleiðis stendur eftir að leyndahyggjan sem er rótgróin hér. Ekki að það hafi verið ákveðið eftir einhverjar umræður heldur virðast hlutirnir hafa þróast þannig að einhverjum hluta óvart. Við þurfum að leggjast yfir það hvernig við viljum hafa hlutina almennt . Við höfum ekki spurt okkur nógu alvarlega um það", sagði Helgi Hrafn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hver mat þörfina?„Ég hef lagt fyrirspurn á þinginu sem ég bíð svars við sem snýst u það hvernig svona ákvarðanir eru teknar, hvort það liggi einhver þarfagreining að baki. Hver tekur ákvarðanir um hvernig byssur þurfi, hve margar og hvernig á að nýta þær", sagði Katrín Jakobsdóttir í fréttum í kvöld. „Og það að það sé hægt að skila byssunum núna, eins og Landhelgisgæslan ætlar nú að gera þar sem þeir hafa takmarkaða fjármuni, þá veltir maður fyrir sé hvar liggur þá þarfagreiningin?", sagði Katrín.Ekki skotið síðan í Þorskastríðunum Í tilkynningu Gæslunnar segir að endurnýjun vopna teljist ekki til forgangsverkefna stofnunarinnar og því hafi ekki komið til greina að greiða fyrir vopnin. Ekkert virðist því hafa kallað á að þessar byssur hefðu þurft hjá stofnuninni. En í tilkynningunni stendur meðal annars þetta: „Það er að sumu leyti gæfa okkar sem friðsamrar þjóðar að vopn séu ekki mikilvægasti búnaðurinn sem heyrir til okkar starfsemi. Raunar hefur Landhelgisgæslan ekki hleypt af skoti í tengslum við verkefni sín í um fjóra áratugi, eða frá því í Þorskastríðunum. Vonandi verður þess enn langt að bíða".Lögreglan átti að fá meirihlutannMeirihluti vopnanna var þó ætlaður lögreglunni en ekki náðist í neinn hjá Ríkislögreglustjóra í dag vegna málsins né forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ekki er útilokað að norðmenn hafi þrýst á um að fá byssurnar aftur eftir að málið vakti athygli í þarlendum fjölmiðlum. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin. Í tilkynningu frá gæslunni frá því í gær kemur fram að alltaf hafi verið litið á byssurnar sem komu til landsins í febrúar sem gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins hafi hinsvegar sagt að undirritaður hafi verið kaupsamningur upp á rúmar 11 milljónir króna vegna þeirra. Landhelgisgæslan ítrekar að hún hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir vopn sem fengist hafi frá Norðmönnum á undanförnum áratugum og því ekki talið að um bindandi kaupsamning hefði verið að ræða. Öllum 250 hríðskotabyssunum sem komu í sendingunni í febrúar verður skilað og samráð var haft við Ríkislögreglustjóra um ákvörðunina.Gróin leyndarhyggjaHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata situr í allsherjarnefnd Alþingis sem hefur málið til umfjöllunar. Hann segir enn eigi eftir að komast til botns í því hvernig málið þróaðist og nefndin muni skoða það nánar. „Mér þykir þetta fyrst og frems gleðiefni en mér finnst tvennt skipta mestu máli í þessu. Það er annars vegar eftirlit Alþingis og þá almennings, með því hvernig þessum málum er háttað almennt. Sömuleiðis stendur eftir að leyndahyggjan sem er rótgróin hér. Ekki að það hafi verið ákveðið eftir einhverjar umræður heldur virðast hlutirnir hafa þróast þannig að einhverjum hluta óvart. Við þurfum að leggjast yfir það hvernig við viljum hafa hlutina almennt . Við höfum ekki spurt okkur nógu alvarlega um það", sagði Helgi Hrafn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hver mat þörfina?„Ég hef lagt fyrirspurn á þinginu sem ég bíð svars við sem snýst u það hvernig svona ákvarðanir eru teknar, hvort það liggi einhver þarfagreining að baki. Hver tekur ákvarðanir um hvernig byssur þurfi, hve margar og hvernig á að nýta þær", sagði Katrín Jakobsdóttir í fréttum í kvöld. „Og það að það sé hægt að skila byssunum núna, eins og Landhelgisgæslan ætlar nú að gera þar sem þeir hafa takmarkaða fjármuni, þá veltir maður fyrir sé hvar liggur þá þarfagreiningin?", sagði Katrín.Ekki skotið síðan í Þorskastríðunum Í tilkynningu Gæslunnar segir að endurnýjun vopna teljist ekki til forgangsverkefna stofnunarinnar og því hafi ekki komið til greina að greiða fyrir vopnin. Ekkert virðist því hafa kallað á að þessar byssur hefðu þurft hjá stofnuninni. En í tilkynningunni stendur meðal annars þetta: „Það er að sumu leyti gæfa okkar sem friðsamrar þjóðar að vopn séu ekki mikilvægasti búnaðurinn sem heyrir til okkar starfsemi. Raunar hefur Landhelgisgæslan ekki hleypt af skoti í tengslum við verkefni sín í um fjóra áratugi, eða frá því í Þorskastríðunum. Vonandi verður þess enn langt að bíða".Lögreglan átti að fá meirihlutannMeirihluti vopnanna var þó ætlaður lögreglunni en ekki náðist í neinn hjá Ríkislögreglustjóra í dag vegna málsins né forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ekki er útilokað að norðmenn hafi þrýst á um að fá byssurnar aftur eftir að málið vakti athygli í þarlendum fjölmiðlum.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira