Þörfin fyrir byssurnar var óljós Linda Blöndal skrifar 22. nóvember 2014 19:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin. Í tilkynningu frá gæslunni frá því í gær kemur fram að alltaf hafi verið litið á byssurnar sem komu til landsins í febrúar sem gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins hafi hinsvegar sagt að undirritaður hafi verið kaupsamningur upp á rúmar 11 milljónir króna vegna þeirra. Landhelgisgæslan ítrekar að hún hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir vopn sem fengist hafi frá Norðmönnum á undanförnum áratugum og því ekki talið að um bindandi kaupsamning hefði verið að ræða. Öllum 250 hríðskotabyssunum sem komu í sendingunni í febrúar verður skilað og samráð var haft við Ríkislögreglustjóra um ákvörðunina.Gróin leyndarhyggjaHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata situr í allsherjarnefnd Alþingis sem hefur málið til umfjöllunar. Hann segir enn eigi eftir að komast til botns í því hvernig málið þróaðist og nefndin muni skoða það nánar. „Mér þykir þetta fyrst og frems gleðiefni en mér finnst tvennt skipta mestu máli í þessu. Það er annars vegar eftirlit Alþingis og þá almennings, með því hvernig þessum málum er háttað almennt. Sömuleiðis stendur eftir að leyndahyggjan sem er rótgróin hér. Ekki að það hafi verið ákveðið eftir einhverjar umræður heldur virðast hlutirnir hafa þróast þannig að einhverjum hluta óvart. Við þurfum að leggjast yfir það hvernig við viljum hafa hlutina almennt . Við höfum ekki spurt okkur nógu alvarlega um það", sagði Helgi Hrafn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hver mat þörfina?„Ég hef lagt fyrirspurn á þinginu sem ég bíð svars við sem snýst u það hvernig svona ákvarðanir eru teknar, hvort það liggi einhver þarfagreining að baki. Hver tekur ákvarðanir um hvernig byssur þurfi, hve margar og hvernig á að nýta þær", sagði Katrín Jakobsdóttir í fréttum í kvöld. „Og það að það sé hægt að skila byssunum núna, eins og Landhelgisgæslan ætlar nú að gera þar sem þeir hafa takmarkaða fjármuni, þá veltir maður fyrir sé hvar liggur þá þarfagreiningin?", sagði Katrín.Ekki skotið síðan í Þorskastríðunum Í tilkynningu Gæslunnar segir að endurnýjun vopna teljist ekki til forgangsverkefna stofnunarinnar og því hafi ekki komið til greina að greiða fyrir vopnin. Ekkert virðist því hafa kallað á að þessar byssur hefðu þurft hjá stofnuninni. En í tilkynningunni stendur meðal annars þetta: „Það er að sumu leyti gæfa okkar sem friðsamrar þjóðar að vopn séu ekki mikilvægasti búnaðurinn sem heyrir til okkar starfsemi. Raunar hefur Landhelgisgæslan ekki hleypt af skoti í tengslum við verkefni sín í um fjóra áratugi, eða frá því í Þorskastríðunum. Vonandi verður þess enn langt að bíða".Lögreglan átti að fá meirihlutannMeirihluti vopnanna var þó ætlaður lögreglunni en ekki náðist í neinn hjá Ríkislögreglustjóra í dag vegna málsins né forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ekki er útilokað að norðmenn hafi þrýst á um að fá byssurnar aftur eftir að málið vakti athygli í þarlendum fjölmiðlum. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin. Í tilkynningu frá gæslunni frá því í gær kemur fram að alltaf hafi verið litið á byssurnar sem komu til landsins í febrúar sem gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins hafi hinsvegar sagt að undirritaður hafi verið kaupsamningur upp á rúmar 11 milljónir króna vegna þeirra. Landhelgisgæslan ítrekar að hún hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir vopn sem fengist hafi frá Norðmönnum á undanförnum áratugum og því ekki talið að um bindandi kaupsamning hefði verið að ræða. Öllum 250 hríðskotabyssunum sem komu í sendingunni í febrúar verður skilað og samráð var haft við Ríkislögreglustjóra um ákvörðunina.Gróin leyndarhyggjaHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata situr í allsherjarnefnd Alþingis sem hefur málið til umfjöllunar. Hann segir enn eigi eftir að komast til botns í því hvernig málið þróaðist og nefndin muni skoða það nánar. „Mér þykir þetta fyrst og frems gleðiefni en mér finnst tvennt skipta mestu máli í þessu. Það er annars vegar eftirlit Alþingis og þá almennings, með því hvernig þessum málum er háttað almennt. Sömuleiðis stendur eftir að leyndahyggjan sem er rótgróin hér. Ekki að það hafi verið ákveðið eftir einhverjar umræður heldur virðast hlutirnir hafa þróast þannig að einhverjum hluta óvart. Við þurfum að leggjast yfir það hvernig við viljum hafa hlutina almennt . Við höfum ekki spurt okkur nógu alvarlega um það", sagði Helgi Hrafn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hver mat þörfina?„Ég hef lagt fyrirspurn á þinginu sem ég bíð svars við sem snýst u það hvernig svona ákvarðanir eru teknar, hvort það liggi einhver þarfagreining að baki. Hver tekur ákvarðanir um hvernig byssur þurfi, hve margar og hvernig á að nýta þær", sagði Katrín Jakobsdóttir í fréttum í kvöld. „Og það að það sé hægt að skila byssunum núna, eins og Landhelgisgæslan ætlar nú að gera þar sem þeir hafa takmarkaða fjármuni, þá veltir maður fyrir sé hvar liggur þá þarfagreiningin?", sagði Katrín.Ekki skotið síðan í Þorskastríðunum Í tilkynningu Gæslunnar segir að endurnýjun vopna teljist ekki til forgangsverkefna stofnunarinnar og því hafi ekki komið til greina að greiða fyrir vopnin. Ekkert virðist því hafa kallað á að þessar byssur hefðu þurft hjá stofnuninni. En í tilkynningunni stendur meðal annars þetta: „Það er að sumu leyti gæfa okkar sem friðsamrar þjóðar að vopn séu ekki mikilvægasti búnaðurinn sem heyrir til okkar starfsemi. Raunar hefur Landhelgisgæslan ekki hleypt af skoti í tengslum við verkefni sín í um fjóra áratugi, eða frá því í Þorskastríðunum. Vonandi verður þess enn langt að bíða".Lögreglan átti að fá meirihlutannMeirihluti vopnanna var þó ætlaður lögreglunni en ekki náðist í neinn hjá Ríkislögreglustjóra í dag vegna málsins né forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ekki er útilokað að norðmenn hafi þrýst á um að fá byssurnar aftur eftir að málið vakti athygli í þarlendum fjölmiðlum.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira