Innlent

Ekið á dreng á rafhjóli

Bjarki Ármannsson skrifar
Áreksturinn átti sér stað í Grafarvogi á fimmta tímanum í dag.
Áreksturinn átti sér stað í Grafarvogi á fimmta tímanum í dag. Vísir/Pjetur
Sendiferðabíll ók á fjórtán ára dreng á rafhjóli í Grafarbogi á fimmta tímanum í dag. Drengurinn gæti verið fótbrotinn, að því er fram kemur í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Áreksturinn átti sér á gatnamótum Fjallkonuvegar og Fannarfoldar. Þar var sendiferðabíllnum ekið inn á Fjallkonu af Fannarfoldi, en á sama tima fór drengurinn yfir götuna.

Lögreglan stýrði umferð um Fjallkonuveg um tíma á meðan rannsóknarmenn voru að störfum, svo ekið var einungis um eina akrein götunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×