Innlent

Lögreglan í Brasilíu drepur sex á dag

Vísir/AFP
Lögreglan í Brasilíu hefur orðið rúmlega ellefu þúsund manns að bana á síðustu fimm árum, en það jafngildir því að sex manneskjur falla fyrir kúlum lögreglunnar þar í landi á hverjum degi allan ársins hring. Þetta kemur fram í nýjum tölum brasilískra mannréttindasamtaka sem fylgjast með ofbeldi í landinu.

Ef borið er saman við Bandaríkin, sem þó eru öllu fjölmennara ríki, kemur í ljós að lögreglumenn þar í landi hafa drepið jafnmarga á þrjátíu ára tímabili. Brasilíu er skipt niður í fylki og flest dauðsföllin áttu sér stað í Rio de Janeiro fylki en þar drap lögreglan 416 einstaklinga á síðasta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×