Nýjasti milljónamæringur Íslands fundinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2014 14:38 Vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Vísir/Getty Íslensk Getspá hefur fundið nýjasta milljónamæring landsins. Sá datt í lukkupottinn á laugardaginn þegar hann vann fyrsta vinning í lottóinu. Varð hann 49 milljónum króna ríkari. Inga Huld Sigurðardóttir, markaðsstjóri Íslenskrar getspár, staðfesti í samtali við Vísi að vinningshafinn hefði fundist fyrr í dag. Nánar vildi hún ekki greina frá högum vinningshafans að svo stöddu. Vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Milljónamæringurinn nýskipaði var sá eini sem var með allar tölurnar réttar.Uppfært klukkan 15 Það voru pollróleg eldri hjón sem unnu milljónirnar 49. Hjónin hafa ákveðið að hluti vinningsins fer til líknarmála. Íslensk getspá sendi frá sér fréttatilkynningu sem sjá má hér að neðan. „Það voru pollróleg eldri hjón sem mættu á skrifstofu Íslenskrar getspár í morgun með Lottóvinningsmiðann góða sem var keyptur í Fjarðarkaupum í síðustu viku. Miðinn sem er 5 raðir og kostaði 650 krónur skilaði eigenda sínum 48.912.810 skattfrjálst. Hjónin eru komin á eftirlaun og spila nánast alltaf með í Lottó. Því ætlaði eiginkonan ekki að trúa manni sínum er hann tjáði henni að hann héldi að þau hefðu unnið stóra vinninginn í Lottó. Það var ekki fyrr en þau fóru á netið og sáu að vinningsmiðinn hafi verið seldur í Fjarðarkaupum að þau trúðu þessum góðu fréttum. Þau segjast nú vera búin að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld og þurfa nú ekki lengur hugsa um að spara og geyma að kaupa hluti fram yfir næstu mánaðarmót. Hjónin hafa ákveðið að hluti vinningsins fer til líknarmála enda eru líknarmál þeim afar hugleikin og þau vita og þekkja af eigin raun að þörfin er mikil. Starfsfólk Íslenskrar getspár óska vinningshöfunum innilega til hamingju.“ Tengdar fréttir Vann tæpar 49 milljónir í Lottóinu Miðinn var seldur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. 8. nóvember 2014 19:57 John Oliver hakkar lottóið í sig Skemmtikrafturinn John Oliver fer hörðum höndum um lottó í nýjasta þættinum sínum Last Week Tonight. 10. nóvember 2014 16:14 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Íslensk Getspá hefur fundið nýjasta milljónamæring landsins. Sá datt í lukkupottinn á laugardaginn þegar hann vann fyrsta vinning í lottóinu. Varð hann 49 milljónum króna ríkari. Inga Huld Sigurðardóttir, markaðsstjóri Íslenskrar getspár, staðfesti í samtali við Vísi að vinningshafinn hefði fundist fyrr í dag. Nánar vildi hún ekki greina frá högum vinningshafans að svo stöddu. Vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Milljónamæringurinn nýskipaði var sá eini sem var með allar tölurnar réttar.Uppfært klukkan 15 Það voru pollróleg eldri hjón sem unnu milljónirnar 49. Hjónin hafa ákveðið að hluti vinningsins fer til líknarmála. Íslensk getspá sendi frá sér fréttatilkynningu sem sjá má hér að neðan. „Það voru pollróleg eldri hjón sem mættu á skrifstofu Íslenskrar getspár í morgun með Lottóvinningsmiðann góða sem var keyptur í Fjarðarkaupum í síðustu viku. Miðinn sem er 5 raðir og kostaði 650 krónur skilaði eigenda sínum 48.912.810 skattfrjálst. Hjónin eru komin á eftirlaun og spila nánast alltaf með í Lottó. Því ætlaði eiginkonan ekki að trúa manni sínum er hann tjáði henni að hann héldi að þau hefðu unnið stóra vinninginn í Lottó. Það var ekki fyrr en þau fóru á netið og sáu að vinningsmiðinn hafi verið seldur í Fjarðarkaupum að þau trúðu þessum góðu fréttum. Þau segjast nú vera búin að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld og þurfa nú ekki lengur hugsa um að spara og geyma að kaupa hluti fram yfir næstu mánaðarmót. Hjónin hafa ákveðið að hluti vinningsins fer til líknarmála enda eru líknarmál þeim afar hugleikin og þau vita og þekkja af eigin raun að þörfin er mikil. Starfsfólk Íslenskrar getspár óska vinningshöfunum innilega til hamingju.“
Tengdar fréttir Vann tæpar 49 milljónir í Lottóinu Miðinn var seldur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. 8. nóvember 2014 19:57 John Oliver hakkar lottóið í sig Skemmtikrafturinn John Oliver fer hörðum höndum um lottó í nýjasta þættinum sínum Last Week Tonight. 10. nóvember 2014 16:14 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Vann tæpar 49 milljónir í Lottóinu Miðinn var seldur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. 8. nóvember 2014 19:57
John Oliver hakkar lottóið í sig Skemmtikrafturinn John Oliver fer hörðum höndum um lottó í nýjasta þættinum sínum Last Week Tonight. 10. nóvember 2014 16:14