Kvalir hvalanna á enda: Stærsta hvalasýning í Evrópu opnar á nýju ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 15:15 "Það er alltaf áfall þegar hlutirnir ganga ekki eins og maður gerir ráð fyrir. En sem betur fer slasaðist enginn og ekkert skemmdist sem ekki er hægt að laga,“ segir Stella. Stærsta hvalasýning sinnar tegundar í Evrópu, Whales of Iceland, verður opnuð í húsnæði við Fiskislóð á Granda í Reykjavík á næstu vikum. Opna átti sýninguna í september en eldur kom upp í sýningarrými húsnæðisins sem varð til þess að tafir urðu á opnuninni. Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Whales of Iceland, segir undirbúning ganga vel og finnur fyrir mikilli eftirvæntingu. „Við erum á fullu við að koma öllu í lag aftur. Allt gengur vel en heldur hægt. Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvenær við munum opna en get sagt með fullri vissu að það verði eftir áramót,“ segir Stella í samtali við Vísi. Sýninguna átti að opna 11. september síðastliðinn, einungis fimm dögum eftir að eldurinn kom upp. Um er að ræða 1.700 fermetra rými og búið var að setja upp tuttugu og þrjú hvalalíkön þegar eldurinn kviknaði í einu þeirra. Líkönin eru allt frá eins metra löng upp í rúmlega tuttugu metra. Líkanið sem eyðilagðist var úr plastefni sem fuðraði upp. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að eldurinn hafi kviknað út frá vinnu með rafsuðutæki og enginn grunur lék á að um neitt óvenjulegt hafi verið að ræða.Mikinn reyk lagði frá húsinu.vísir/kolbeinn tumiSkemmdir á húsnæðinu urðu ekki jafn miklar og búist var við, en Stella segir þetta vissulega hafa verið áfall, enda búið að leggja mikla vinnu í sýninguna. Þó sé ekki ljóst hvert tjónið hafi verið í krónum talið. „Tjónið var aðallega af völdum vatns og sóts og eldurinn var staðbundinn þannig að nú er í raun bara verið að endurnýja það sem endurnýja þarf,“ segir hún. „Það er alltaf áfall þegar hlutirnir ganga ekki eins og maður gerir ráð fyrir. En sem betur fer slasaðist enginn og ekkert skemmdist sem ekki er hægt að laga,“ bætir hún við. Stella segist hafa fundið fyrir mikilli eftirvæntingu, bæði á meðal þeirra sem unnið hafa að sýningunni, ferðamanna og ýmissa fyrirtækja. „Við teljum þetta fyrst og fremst vera tækifæri í ljósi fjölgunar ferðamanna hér á landi og þetta eykur möguleika á afþreyingu fyrir ferðamennina. Hvalaskoðun hefur gríðarlegt aðdráttarafl og þetta mun vonandi dýpka þessa upplifun ferðamanna. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa sýnt okkur mikinn áhuga og erum þegar komin í samstarf við nokkur þeirra.“ Hún segir að öllu verði tjaldað til við opnun sýningarinnar en nákvæm dagsetning verður auglýst síðar.mynd/stella stefánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn á eldsvoðanum í hvalasýningunni lokið Enginn grunur er um að neitt óvenjulegt hafi verið á seyði en lögregla tók skýrslur af iðnaðarmönnum á vettvangi. 8. september 2014 11:50 Stærsta hvalasýning í Evrópu í fullum undirbúningi Alls verða til sýnis líkön af tuttugu og þremur hvölum í fullri stærð sem allir lifa við Íslandsstrendur. 13. ágúst 2014 17:29 Þarf líklega bara að hreinsa hvalina „Það er alveg klárt að við munum opna. Það er bara spurning um hvenær,“ segir Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar Whales of Iceland. 12. september 2014 15:11 Eldur í hvalasýningunni: „Þetta var áfall“ „Lögregla er enn á vettvangi en við höfum ekki fengið að fara inn ennþá. Ég veit að það er mikið sót og vatnstjón er eitthvað.“ 7. september 2014 10:53 Sýning á heimsmælikvarða: Kviknaði í síðasta hvalnum Líkönin voru allt frá metra löng upp í rúmlega 20 metra löng. 6. september 2014 17:27 Kviknað í Hvalasýningunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið niðurlögum eldsins. 6. september 2014 16:16 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Stærsta hvalasýning sinnar tegundar í Evrópu, Whales of Iceland, verður opnuð í húsnæði við Fiskislóð á Granda í Reykjavík á næstu vikum. Opna átti sýninguna í september en eldur kom upp í sýningarrými húsnæðisins sem varð til þess að tafir urðu á opnuninni. Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Whales of Iceland, segir undirbúning ganga vel og finnur fyrir mikilli eftirvæntingu. „Við erum á fullu við að koma öllu í lag aftur. Allt gengur vel en heldur hægt. Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvenær við munum opna en get sagt með fullri vissu að það verði eftir áramót,“ segir Stella í samtali við Vísi. Sýninguna átti að opna 11. september síðastliðinn, einungis fimm dögum eftir að eldurinn kom upp. Um er að ræða 1.700 fermetra rými og búið var að setja upp tuttugu og þrjú hvalalíkön þegar eldurinn kviknaði í einu þeirra. Líkönin eru allt frá eins metra löng upp í rúmlega tuttugu metra. Líkanið sem eyðilagðist var úr plastefni sem fuðraði upp. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að eldurinn hafi kviknað út frá vinnu með rafsuðutæki og enginn grunur lék á að um neitt óvenjulegt hafi verið að ræða.Mikinn reyk lagði frá húsinu.vísir/kolbeinn tumiSkemmdir á húsnæðinu urðu ekki jafn miklar og búist var við, en Stella segir þetta vissulega hafa verið áfall, enda búið að leggja mikla vinnu í sýninguna. Þó sé ekki ljóst hvert tjónið hafi verið í krónum talið. „Tjónið var aðallega af völdum vatns og sóts og eldurinn var staðbundinn þannig að nú er í raun bara verið að endurnýja það sem endurnýja þarf,“ segir hún. „Það er alltaf áfall þegar hlutirnir ganga ekki eins og maður gerir ráð fyrir. En sem betur fer slasaðist enginn og ekkert skemmdist sem ekki er hægt að laga,“ bætir hún við. Stella segist hafa fundið fyrir mikilli eftirvæntingu, bæði á meðal þeirra sem unnið hafa að sýningunni, ferðamanna og ýmissa fyrirtækja. „Við teljum þetta fyrst og fremst vera tækifæri í ljósi fjölgunar ferðamanna hér á landi og þetta eykur möguleika á afþreyingu fyrir ferðamennina. Hvalaskoðun hefur gríðarlegt aðdráttarafl og þetta mun vonandi dýpka þessa upplifun ferðamanna. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa sýnt okkur mikinn áhuga og erum þegar komin í samstarf við nokkur þeirra.“ Hún segir að öllu verði tjaldað til við opnun sýningarinnar en nákvæm dagsetning verður auglýst síðar.mynd/stella stefánsdóttir
Tengdar fréttir Rannsókn á eldsvoðanum í hvalasýningunni lokið Enginn grunur er um að neitt óvenjulegt hafi verið á seyði en lögregla tók skýrslur af iðnaðarmönnum á vettvangi. 8. september 2014 11:50 Stærsta hvalasýning í Evrópu í fullum undirbúningi Alls verða til sýnis líkön af tuttugu og þremur hvölum í fullri stærð sem allir lifa við Íslandsstrendur. 13. ágúst 2014 17:29 Þarf líklega bara að hreinsa hvalina „Það er alveg klárt að við munum opna. Það er bara spurning um hvenær,“ segir Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar Whales of Iceland. 12. september 2014 15:11 Eldur í hvalasýningunni: „Þetta var áfall“ „Lögregla er enn á vettvangi en við höfum ekki fengið að fara inn ennþá. Ég veit að það er mikið sót og vatnstjón er eitthvað.“ 7. september 2014 10:53 Sýning á heimsmælikvarða: Kviknaði í síðasta hvalnum Líkönin voru allt frá metra löng upp í rúmlega 20 metra löng. 6. september 2014 17:27 Kviknað í Hvalasýningunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið niðurlögum eldsins. 6. september 2014 16:16 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Rannsókn á eldsvoðanum í hvalasýningunni lokið Enginn grunur er um að neitt óvenjulegt hafi verið á seyði en lögregla tók skýrslur af iðnaðarmönnum á vettvangi. 8. september 2014 11:50
Stærsta hvalasýning í Evrópu í fullum undirbúningi Alls verða til sýnis líkön af tuttugu og þremur hvölum í fullri stærð sem allir lifa við Íslandsstrendur. 13. ágúst 2014 17:29
Þarf líklega bara að hreinsa hvalina „Það er alveg klárt að við munum opna. Það er bara spurning um hvenær,“ segir Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar Whales of Iceland. 12. september 2014 15:11
Eldur í hvalasýningunni: „Þetta var áfall“ „Lögregla er enn á vettvangi en við höfum ekki fengið að fara inn ennþá. Ég veit að það er mikið sót og vatnstjón er eitthvað.“ 7. september 2014 10:53
Sýning á heimsmælikvarða: Kviknaði í síðasta hvalnum Líkönin voru allt frá metra löng upp í rúmlega 20 metra löng. 6. september 2014 17:27
Kviknað í Hvalasýningunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið niðurlögum eldsins. 6. september 2014 16:16