Lífið

Sjáið myndirnar: Seljaskóli og Kelduskóli Vík komust áfram í Skrekk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
myndir/Anton Bjarni Alfreðsson.
Seljaskóli og Kelduskóli Vík komust áfram í annarri undankeppni hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, Skrekk, í gærkvöldi. 

Keppnin var haldin í Borgarleikhúsinu og var húsið stútfullt af grunnskólanemum.

Þriðja og síðasta undankeppnin fer fram í kvöld en í fyrri undankeppninni komust Austurbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram. 

Á hverju kvöldi keppa átta lið og tvö lið komast áfram í úrslit sem fara fram 17. nóvember næstkomandi. Að auki velur dómnefnd tvö lið til viðbótar sem keppa til úrslita.

Hér neðst í greininni má sjá myndasyrpu frá undankeppninni í gærkvöldi en myndirnar tók Anton Bjarni Alfreðsson.

Seljaskóli.
Vogaskóli.
Klébergsskóli.
Kelduskóli Vík.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×