„Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 22:01 Saga Guðmundsdóttir hefur fengið mikil viðbrögð við stöðuuppfærslu sinni á Facebook um ungt fólk og leiðréttinguna. „Ég veit ekki hvers vegna það er svona lítill áhugi á þessu meðal ungs fólks,“ segir Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemi, en stöðuuppfærsla hennar á Facebook frá því í gær um leiðréttinguna og áhrif hennar á framtíð ungs fólks hefur vakið mikla athygli. Saga segir að sín kynslóð hafi ekki bara gleymst í umræðunni um leiðréttinguna heldur hafi unga fólkið líka gleymt sjálfu sér. Hún segir að hún hafi áttað sig á því þegar hún fór að tala við vini sína, kærasta og fleiri, hvað fáir höfðu raun pælt í leiðréttingunni og þau áhrif sem hún geti haft á þau. Í færslunni talar Saga um sína kynslóð sem þá sem rétt missti af því að geta „tekið þátt“ í þenslunni á árunum fyrir hrun. Við hrunið stöðvuðust framkvæmdir við húsbyggingar en kynslóð Sögu hélt þó áfram að vaxa og stækka: „Eins og gengur og gerist, þegar fólk fullorðnast, þá vill (eða jafnvel þarf) það flest að flytja úr foreldrahúsi. Það þýddi það að eftirspurnin eftir íbúðum var enn til staðar á meðan framboðið svaraði henni ekki. Þetta er einfalt hagfræðidæmi; verð fasteigna rýkur upp þegar eftirspurn eftir fasteignum eykst en framboð þeirra helst fast. Það var því alls ekki fyrir öll OKKAR að kaupa sér íbúð á slíkum tímum. Leigumarkaðurinn hefur einnig hækkað vegna sömu saka og stendur leiga, til að mynda, svo hátt í samanburði við grunnframfærslu námslána námsárið 2014-2015 sem er 149.459 á mánuði, að nánast engin leið er fyrir OKKUR námsmenn að taka þátt á markaðnum.“Það verður ekki auðveldara að kaupa sér íbúð Síðan er það leiðréttingin. Í færslunni segir Saga að hún muni ekki hafa þau áhrif að það verði auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign. Ákveðin heimili muni hafa meira á milli handanna, það muni auka eftirspurn og fasteignaverð mun hækka enn frekar: „Seðlabankinn mun síðan að öllum líkindum koma til móts við þessa auknu verðbólgu með hærri stýrivöxtum. Hærri stýrivextir gerir það dýrara að taka lán. Þannig að VIÐ sem ættum að vera að taka okkar fyrstu stóru fjárfestingu, að kaupa fasteign, lendum í því að greiðslubyrðin af lánum eykst. (Nema náttúrulega við tökum okkur verðtryggt lán !? Sem flestir virðast enn vera að gera, þ.e.a.s. sirka 70% nýrra lána eru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Lán sem gjörsamlega aftengir fólk frá þróun höfuðstóls lána sinna.)“Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemiHefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð Saga ræðir einnig um hærri skuldir ríkissjóðs í náinni framtíð. Hún segir að þá muni þurfa að velja á milli þess að að hækka skatta eða fjársvelta opinberar stofnanir: „Hvort sem er, þá munu þær niðurstöður ekki skila sér í auknum kaupmátt hjá OKKUR. Áfram verða því örðugar aðstæður fyrir OKKUR að leigja, að taka OKKAR fyrstu fjárfestingu og hefja uppbyggingu á eiginfjárhlutfalli. Sá möguleiki verður einfaldlega ekki til staðar fyrir OKKUR í náinni framtíð. VIÐ erum stór partur af samfélaginu og VIÐ erum lítið sem ekkert að láta í okkur heyra. Hvernig stendur á því ?“ Saga hefur fengið mikil viðbrögð við skrifum sínum. Hún segir að það hafi komið sér eilítið á óvart. „Ég hef bara fengið mjög jákvæð viðbrögð. Það er eins og þetta hafi ýtt við fólki og margir hafa sagt við mig að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð. Ég er bara hæstánægð með að svo virðist sem þessi færsla muni verða til þess að fleiri á mínum aldri taki þátt í efnahagsumræðunni.“ Post by Saga Guðmundsdóttir. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
„Ég veit ekki hvers vegna það er svona lítill áhugi á þessu meðal ungs fólks,“ segir Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemi, en stöðuuppfærsla hennar á Facebook frá því í gær um leiðréttinguna og áhrif hennar á framtíð ungs fólks hefur vakið mikla athygli. Saga segir að sín kynslóð hafi ekki bara gleymst í umræðunni um leiðréttinguna heldur hafi unga fólkið líka gleymt sjálfu sér. Hún segir að hún hafi áttað sig á því þegar hún fór að tala við vini sína, kærasta og fleiri, hvað fáir höfðu raun pælt í leiðréttingunni og þau áhrif sem hún geti haft á þau. Í færslunni talar Saga um sína kynslóð sem þá sem rétt missti af því að geta „tekið þátt“ í þenslunni á árunum fyrir hrun. Við hrunið stöðvuðust framkvæmdir við húsbyggingar en kynslóð Sögu hélt þó áfram að vaxa og stækka: „Eins og gengur og gerist, þegar fólk fullorðnast, þá vill (eða jafnvel þarf) það flest að flytja úr foreldrahúsi. Það þýddi það að eftirspurnin eftir íbúðum var enn til staðar á meðan framboðið svaraði henni ekki. Þetta er einfalt hagfræðidæmi; verð fasteigna rýkur upp þegar eftirspurn eftir fasteignum eykst en framboð þeirra helst fast. Það var því alls ekki fyrir öll OKKAR að kaupa sér íbúð á slíkum tímum. Leigumarkaðurinn hefur einnig hækkað vegna sömu saka og stendur leiga, til að mynda, svo hátt í samanburði við grunnframfærslu námslána námsárið 2014-2015 sem er 149.459 á mánuði, að nánast engin leið er fyrir OKKUR námsmenn að taka þátt á markaðnum.“Það verður ekki auðveldara að kaupa sér íbúð Síðan er það leiðréttingin. Í færslunni segir Saga að hún muni ekki hafa þau áhrif að það verði auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign. Ákveðin heimili muni hafa meira á milli handanna, það muni auka eftirspurn og fasteignaverð mun hækka enn frekar: „Seðlabankinn mun síðan að öllum líkindum koma til móts við þessa auknu verðbólgu með hærri stýrivöxtum. Hærri stýrivextir gerir það dýrara að taka lán. Þannig að VIÐ sem ættum að vera að taka okkar fyrstu stóru fjárfestingu, að kaupa fasteign, lendum í því að greiðslubyrðin af lánum eykst. (Nema náttúrulega við tökum okkur verðtryggt lán !? Sem flestir virðast enn vera að gera, þ.e.a.s. sirka 70% nýrra lána eru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Lán sem gjörsamlega aftengir fólk frá þróun höfuðstóls lána sinna.)“Saga Guðmundsdóttir, hagfræðinemiHefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð Saga ræðir einnig um hærri skuldir ríkissjóðs í náinni framtíð. Hún segir að þá muni þurfa að velja á milli þess að að hækka skatta eða fjársvelta opinberar stofnanir: „Hvort sem er, þá munu þær niðurstöður ekki skila sér í auknum kaupmátt hjá OKKUR. Áfram verða því örðugar aðstæður fyrir OKKUR að leigja, að taka OKKAR fyrstu fjárfestingu og hefja uppbyggingu á eiginfjárhlutfalli. Sá möguleiki verður einfaldlega ekki til staðar fyrir OKKUR í náinni framtíð. VIÐ erum stór partur af samfélaginu og VIÐ erum lítið sem ekkert að láta í okkur heyra. Hvernig stendur á því ?“ Saga hefur fengið mikil viðbrögð við skrifum sínum. Hún segir að það hafi komið sér eilítið á óvart. „Ég hef bara fengið mjög jákvæð viðbrögð. Það er eins og þetta hafi ýtt við fólki og margir hafa sagt við mig að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Við stöndum fyrir utan leiðréttinguna en hún hefur engu að síður áhrif á okkur og okkar framtíð. Ég er bara hæstánægð með að svo virðist sem þessi færsla muni verða til þess að fleiri á mínum aldri taki þátt í efnahagsumræðunni.“ Post by Saga Guðmundsdóttir.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira