Innlent

Tveggja mánaða gæsluvarðhald fyrir að ráðast á fyrrum sambýliskonu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa hent skiptilykli í gegnum rúðu á svefnhergi sambýliskonunnar og síðan reynt að aka á hana. Hún er sannfærð um að hann hafi ætlað að verða sér að bana.
Maðurinn er grunaður um að hafa hent skiptilykli í gegnum rúðu á svefnhergi sambýliskonunnar og síðan reynt að aka á hana. Hún er sannfærð um að hann hafi ætlað að verða sér að bana. vísir/gva
Karlmaður sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á hendur sambýliskonu sinni í september mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi, eða allt til 5. desember næstkomandi.   Þar með staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur en maðurinn hefur þá setið í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði. Er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Maðurinn er grunaður um að hafa hent skiptilykli í gegnum rúðu á svefnherbergi fyrrum sambýliskonu sinnar. Í kjölfarið hafi hann reynt að keyra á hana og er konan sannfærð um að maðurinn hafi ætlað að verða sér að bana. Í úrskurði héraðsdóms segir að fram hafi komið hjá vitnum að maðurinn hefði í tvö til þrjú skipti keyrt á eða gert tilraun til að keyra á konuna og heyrðu þau hann segja við konuna að myndu að drepa hana.

Jafnframt segir að við yfirheyrslur hafi maðurinn játað að hafa hent skiptilykli inn um rúðu konunnar. Einnig sagðist hann við yfirheyrslur kannast við að hafa reynt að keyra á hana en gat ekki útskýrt hvers vegna hann gerði það.

Rannsókn lögreglu á málinu er lokið og hefur ríkissaksóknari gefið út ákæru vegna þess. Maðurinn er grunaður um brot sem geta varðað allt að 16 ára fangelsi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×