Reyndi ítrekað að hrækja og sparka í lögreglumenn Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2014 09:43 Mikið að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en rétt fyrir miðnætti í gær var tilkynnt um innbrot á heimili í Austurborginni. Innbrotsþjófurinn spennti upp glugga og fór inn. Stolið var sjónvarpi og fartölvu. Nokkrir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eftir nóttina. Maður var handtekinn um borð í erlendu skipi í Hafnarfjarðarhöfn á fimmta tímanum í nótt og er hann grunaður um líkamsárás. Maðurinn sem var í mjög annarlegu ástandi var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Klukkan tvö í nótt var maður handtekinn við Höfðabakka í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn réðst á lögreglumenn við afskipti hennar og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Um kvöldmatarleytið í gær var maður handtekinn við veitingahús í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Maðurinn er grunaður um að hafa slegið starfsmann veitingahússins í andlitið með glasi. Starfsmaðurinn skarst í andliti og ætlaði sjálfur að leita aðstoðar á Slysadeild. Ofbeldismaðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Um svipað leyti barst lögreglunni tilkynningu um meðvitundarlausan mann á stigagangi íbúðarhúss í Miðborginni. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar en á vettvangi fundu lögreglumenn Kannabisræktun. Á öðrum tímanum í nótt fékk lögreglan tilkynningu um slys á Frakkastíg en þar fannst kona sem hafði dottið á andlitið. Konan var blóðug í andliti og kenndi eymsla í vinstri hendi og var því flutt á slysadeild í sjúkrabifreið. Um klukkan fjögur í nótt hafði lögreglan afskipti af erlendum manni í Miðborginni vegna annarlegs ástands. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum en datt þá á höfuðið. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og síðan í fangageymslu þar sem hann var vistaður meðan ástand hans lagast. Maðurinn reyndi ítrekað að hrækja og sparka í lögreglumenn. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en rétt fyrir miðnætti í gær var tilkynnt um innbrot á heimili í Austurborginni. Innbrotsþjófurinn spennti upp glugga og fór inn. Stolið var sjónvarpi og fartölvu. Nokkrir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eftir nóttina. Maður var handtekinn um borð í erlendu skipi í Hafnarfjarðarhöfn á fimmta tímanum í nótt og er hann grunaður um líkamsárás. Maðurinn sem var í mjög annarlegu ástandi var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Klukkan tvö í nótt var maður handtekinn við Höfðabakka í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn réðst á lögreglumenn við afskipti hennar og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Um kvöldmatarleytið í gær var maður handtekinn við veitingahús í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Maðurinn er grunaður um að hafa slegið starfsmann veitingahússins í andlitið með glasi. Starfsmaðurinn skarst í andliti og ætlaði sjálfur að leita aðstoðar á Slysadeild. Ofbeldismaðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Um svipað leyti barst lögreglunni tilkynningu um meðvitundarlausan mann á stigagangi íbúðarhúss í Miðborginni. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar en á vettvangi fundu lögreglumenn Kannabisræktun. Á öðrum tímanum í nótt fékk lögreglan tilkynningu um slys á Frakkastíg en þar fannst kona sem hafði dottið á andlitið. Konan var blóðug í andliti og kenndi eymsla í vinstri hendi og var því flutt á slysadeild í sjúkrabifreið. Um klukkan fjögur í nótt hafði lögreglan afskipti af erlendum manni í Miðborginni vegna annarlegs ástands. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum en datt þá á höfuðið. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og síðan í fangageymslu þar sem hann var vistaður meðan ástand hans lagast. Maðurinn reyndi ítrekað að hrækja og sparka í lögreglumenn.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira