Adolf Ingi í útvarpið á ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2014 17:41 „Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“ Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
„Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira