Fær fullnægingu í sex tíma á dag: „Ég er uppgefin“ Lilja Katrin Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 10:30 Cara Anaya er þritug eiginkona og móðir fra Arizona í Bandaríkjunum sem þjáist af sjaldgæfum taugasjúkdómi sem kallast á ensku Peristent genital arousal disorder, eða PGAD. Sjúkdómurinn lýsir ser þannig að kynfæri hennar verða fyrir stanslausri örvun og fær hún fullnægingu í allt að sex klukkustundir á hverjum degi. „Ég er þreytt, ég er uppgefin en ég veit að önnur fullnæging fer um mig á næstu sekúndum, mínútum, klukkustundum,“ segir Cara í viðtali við Barcroft Media. Hún var greind með PGAD fyrir þremur árum síðan. „Ég ákvað að telja fullnægingarnar mínar einn daginn og ég taldi 180 fullnægingar á tveimur klukkustundum,“ bætir Cara við en það er meira en ein fullnæging á mínútu. PGAD hefur haft slæm áhrif á hjónaband hennar. „Þegar eiginkona mín var fyrst greind með PGAD hélt ég að hún væri geðveik,“ segir eiginmaður hennar, Tony Carlisi. „Það versta er að sjá eiginkonu mína kveljast og það er ekkert sem ég get gert til að hjálpa henni.“ Cara heldur sig mikið til inni því hún skammast sín of mikið fyrir ástand sitt til að fara á kaffihús með eiginmanni sínum eða sitja á bekk í almenningsgarði. Hún er hrædd um að allt í einu fái hún fullnægingu. Hún hefur leitað til margra lækna en engin lækning virðist vera til. Sjúkdómurinn hefur einnig haft áhrif á samband Cöru við tíu ára gamlan son sinn. „Þegar ég er í kringum börn líður mér eins og öfugugga því það eru sterkar tilfinningar að fara í gegnum líkama minn á sama tíma. Það er áhyggjuefni fyrir mig að keyra son minn í skólann því örvunin eykst og eykst og ég þarf að bíða í bílnum og bíða þangað til það líður hjá,“ segir Cara. „Þetta hefur komið í veg fyrir að ég taki þátt í lífi sonar míns því mér finnst ég vera of ógeðsleg til að vera hluti af því. Við viljum að hann sé venjulegur strákur en á sama tíma getur hann ekki fengið vini í heimsókn út af sjúkdómi móður hans,“ bætir hún við. Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Cara Anaya er þritug eiginkona og móðir fra Arizona í Bandaríkjunum sem þjáist af sjaldgæfum taugasjúkdómi sem kallast á ensku Peristent genital arousal disorder, eða PGAD. Sjúkdómurinn lýsir ser þannig að kynfæri hennar verða fyrir stanslausri örvun og fær hún fullnægingu í allt að sex klukkustundir á hverjum degi. „Ég er þreytt, ég er uppgefin en ég veit að önnur fullnæging fer um mig á næstu sekúndum, mínútum, klukkustundum,“ segir Cara í viðtali við Barcroft Media. Hún var greind með PGAD fyrir þremur árum síðan. „Ég ákvað að telja fullnægingarnar mínar einn daginn og ég taldi 180 fullnægingar á tveimur klukkustundum,“ bætir Cara við en það er meira en ein fullnæging á mínútu. PGAD hefur haft slæm áhrif á hjónaband hennar. „Þegar eiginkona mín var fyrst greind með PGAD hélt ég að hún væri geðveik,“ segir eiginmaður hennar, Tony Carlisi. „Það versta er að sjá eiginkonu mína kveljast og það er ekkert sem ég get gert til að hjálpa henni.“ Cara heldur sig mikið til inni því hún skammast sín of mikið fyrir ástand sitt til að fara á kaffihús með eiginmanni sínum eða sitja á bekk í almenningsgarði. Hún er hrædd um að allt í einu fái hún fullnægingu. Hún hefur leitað til margra lækna en engin lækning virðist vera til. Sjúkdómurinn hefur einnig haft áhrif á samband Cöru við tíu ára gamlan son sinn. „Þegar ég er í kringum börn líður mér eins og öfugugga því það eru sterkar tilfinningar að fara í gegnum líkama minn á sama tíma. Það er áhyggjuefni fyrir mig að keyra son minn í skólann því örvunin eykst og eykst og ég þarf að bíða í bílnum og bíða þangað til það líður hjá,“ segir Cara. „Þetta hefur komið í veg fyrir að ég taki þátt í lífi sonar míns því mér finnst ég vera of ógeðsleg til að vera hluti af því. Við viljum að hann sé venjulegur strákur en á sama tíma getur hann ekki fengið vini í heimsókn út af sjúkdómi móður hans,“ bætir hún við.
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira