Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2014 20:45 Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00