Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2014 20:45 Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00