Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.


„Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar.
Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar.
Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.