Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2014 20:45 Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra, jafnvel þótt þar búi ekki nokkur maður. Þegar kíkt er í dótakassa Kvígfirðinga vaknar sú spurning hvort brunabíllinn sé ekki síður hugsaður sem leikfang fyrir stóru strákana. Þegar horft er yfir karlahópinn í Kvígindisfirði og því velt upp hvernig leikföng þá dreymdi um þegar þeir voru litlir strákar þá voru það kannski traktor og vörubíll, skurðgrafa, - suma dreymdi eflaust um spíttbát eða forláta seglbát, - og örugglega dreymdi marga um brunabíl. Allar þessar græjur má nú sjá í Kvígindisfirði.Rætt við stóru strákana í Kvígindisfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Gunnar Guðmundsson, einn bræðranna frá Kvígindisfirði, segir þetta hafa safnast saman á löngum tíma en tækin séu þó alltaf að stækka. Fyrst hafi þetta bara verið Ferguson, gamli gráni, en nú sé þetta komið upp í svolítið stærra.Slökkvibyssan öfluga á toppnum munduð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við freistumst til að álykta að brunabíllinn sé bara enn eitt leikfangið í dótakassa stóru strákanna, með bláum blikkljósum og stórri sprautubyssu á toppnum. „Bunan, hún nær yfir 50 metra, þannig að það er hægt að sprauta ansi langt út fyrir, þaðan sem hann stendur,“ segir Gunnar. Þeir segja raunar að full þörf sé á slökkvibíl í Kvígindisfirði enda er langt í næsta slökkvibíl á Reykhólum. „Fólk er svolítið hrætt um, ef það kviknar hérna í sinu, þá getur þetta farið úr böndum. Það er það mikið af húsum hérna og mikil verðmæti þannig að vildum gera eitthvað,“ segir Gunnar. Fjallað var um Kvígindisfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?