Bæjarstjórn Akureyrar einhuga um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar Sveinn Arnarsson og Bjarki Ármannsson skrifa 18. nóvember 2014 22:58 Logi Einarsson er einn fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Vísir/Loftmyndir/Aðsend Þremenningarnir í bæjarstjórn Akureyrar sem sátu hjá í afgreiðslu ályktunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar gerðu það einungis vegna síðustu setningar ályktunarinnar. Þar segir að það komi „ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum.“ „Það var síðasta setningin í ályktuninni sem ég gat ekki sætt mig við,“ segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og einn þeirra þriggja sem sátu hjá í kvöld. „Það að mönnum finnist skiljanlegt að tillaga liggi fyrir Alþingi að taka skipulagsvaldið af borginni.“ Logi, ásamt þeim Sigríði Huld Jónsdóttur og Margréti Kristínu Helgadóttur, lagði fram breytingartillögu þar sem þessi setning er tekin út. Þar, líkt og í ályktuninni sem samþykkt var að lokum, er lýst yfir þungum áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmdra á Hlíðarendasvæðinu. Sú skoðun er ítrekuð að Reykjavík, sem höfuðborg Íslands, hafi víðtækum skyldum að gegna gangvart landsmönnum öllum. Dagur Fannar Dagsson, bæjarfulltrúi L-listans, tjáir sig um fundinn á Facebook-síðu sinni. Hann segir alla bæjarfulltrúa, að sínu viti, hafa verið sammála um að Rögnunefndin ætti að fá frið til sinna verka. „Ágreiningsefnið var í meginatriðum, að mínu mati, hvort að nefndin væri að fá þann frið sem hún á svo sannarlega skilið,“ skrifar Dagur. „Mitt mat er það að friðurinn hafi verið rofinn og af þeim sökum studdi ég mjög beinskeytta bókun sem beint var bæði til Borgarstjórnar Reykjavíkur og Alþingis Íslands.“ Bókunin sem þremenningarnir úr Samfylkingunni og Bjartri framtíð lögðu til er birt í heild sinni hér fyrir neðan.Við lýsum þungum áhyggjum sínum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.Bæjarstjórn hvetur Reykjavíkurborg til þess að fresta öllum samþykktum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu, a.m.k þar til Rögnunefndin hefur lagt fram niðurstöður sínar og landsmönnum verið gefið nægt ráðrúm til þess að fjalla um þær.Reykjavík er miðstöð stjórnsýslu og mikilvægustu stofnana landsins. Íbúar hafa því mikla hagsmuni af því að eiga sem greiðasta leið að henni. Þá er hún er jafnframt höfuðborg Íslands og hefur sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. Tengdar fréttir Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58 Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Þremenningarnir í bæjarstjórn Akureyrar sem sátu hjá í afgreiðslu ályktunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar gerðu það einungis vegna síðustu setningar ályktunarinnar. Þar segir að það komi „ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum.“ „Það var síðasta setningin í ályktuninni sem ég gat ekki sætt mig við,“ segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og einn þeirra þriggja sem sátu hjá í kvöld. „Það að mönnum finnist skiljanlegt að tillaga liggi fyrir Alþingi að taka skipulagsvaldið af borginni.“ Logi, ásamt þeim Sigríði Huld Jónsdóttur og Margréti Kristínu Helgadóttur, lagði fram breytingartillögu þar sem þessi setning er tekin út. Þar, líkt og í ályktuninni sem samþykkt var að lokum, er lýst yfir þungum áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmdra á Hlíðarendasvæðinu. Sú skoðun er ítrekuð að Reykjavík, sem höfuðborg Íslands, hafi víðtækum skyldum að gegna gangvart landsmönnum öllum. Dagur Fannar Dagsson, bæjarfulltrúi L-listans, tjáir sig um fundinn á Facebook-síðu sinni. Hann segir alla bæjarfulltrúa, að sínu viti, hafa verið sammála um að Rögnunefndin ætti að fá frið til sinna verka. „Ágreiningsefnið var í meginatriðum, að mínu mati, hvort að nefndin væri að fá þann frið sem hún á svo sannarlega skilið,“ skrifar Dagur. „Mitt mat er það að friðurinn hafi verið rofinn og af þeim sökum studdi ég mjög beinskeytta bókun sem beint var bæði til Borgarstjórnar Reykjavíkur og Alþingis Íslands.“ Bókunin sem þremenningarnir úr Samfylkingunni og Bjartri framtíð lögðu til er birt í heild sinni hér fyrir neðan.Við lýsum þungum áhyggjum sínum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.Bæjarstjórn hvetur Reykjavíkurborg til þess að fresta öllum samþykktum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu, a.m.k þar til Rögnunefndin hefur lagt fram niðurstöður sínar og landsmönnum verið gefið nægt ráðrúm til þess að fjalla um þær.Reykjavík er miðstöð stjórnsýslu og mikilvægustu stofnana landsins. Íbúar hafa því mikla hagsmuni af því að eiga sem greiðasta leið að henni. Þá er hún er jafnframt höfuðborg Íslands og hefur sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum.
Tengdar fréttir Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58 Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58
Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11
Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46