„Nauðsynlegt að efla til muna sköpun nýrra verðmæta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 15:35 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla íslands. vísir/vilhelm Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu sem var einnig send öllum Alþingismönnum sem innlegg í umræðu um frumvarp til fjárlaga. Í yfirlýsingunni stendur að Ísland sé á krossgötum í dag. „Þjóðin er verulega skuldsett og erfitt er fyrir stjórnvöld og heimili að ná endum saman án þess að ganga enn frekar á þau lífskjör sem við viljum hafa á Íslandi. Til að standa við okkar skuldbindingar og tryggja lífskjör til framtíðar, þá er nauðsynlegt að efla til muna sköpun nýrra verðmæta.“ Aukin nýting náttúruauðlinda muni ekki standa undir þessari verðmætaaukningu án þess að sjálfbærni sé fórnað. „Nauðsynlegt er því að auka til muna verðmætasköpun sem byggir á hugviti og sköpun. Í skýrslu frá McKinsey má finna sýnidæmi um hvað þurfi til að standa undir langtímahagvexti á Íslandi. Til að standa undir 4% árlegum hagvexti þarf að skapa ný verðmæti fyrir um 50 milljarða króna á hverju ári.“Það sé vel þekkt um allan heim að háskólastarf sé meginundirstaða sköpunar verðmæta á grunni hugvits. „Á Íslandi er hins vegar ekki brugðist við þörf á hugviti og sköpun með fjárfestingu í undirstöðu, heldur er þvert á móti dregið verulega úr fjármögnun háskólanna, en fjármögnun á hvern háskólanema er árið 2011 aðeins 84% af því sem hún var árið 2005, samkvæmt skýrslu OECD, eins og sjá má á mynd hér að neðan.“Í yfirlýsingunni segir að það komi ennfremur skýrt fram í skýrslu OECD að háskólar á Íslandi standi höllum fæti fyrir niðurskurð. „Hér sést að Ísland er í sérflokki þegar kemur að fjármögnun háskólanáms og niðurskurði, en löndin í neðra horninu til vinstri eru þau sem eru með framlög undir meðaltali og hafa skorið niður framlög.“Þetta sé misræmi milli þarfa íslensks samfélags og fjármögnunar háskóla verði að leiðrétta strax. „Forgangsröðun fjármuna til háskólamenntunar er því nauðsynleg. Það er eina leiðin til þess að skapa nægileg ný verðmæti til að standa undir skuldbindingum Íslendinga og þeim lífskjörum sem við eigum að venjast og viljum standa vörð um.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu sem var einnig send öllum Alþingismönnum sem innlegg í umræðu um frumvarp til fjárlaga. Í yfirlýsingunni stendur að Ísland sé á krossgötum í dag. „Þjóðin er verulega skuldsett og erfitt er fyrir stjórnvöld og heimili að ná endum saman án þess að ganga enn frekar á þau lífskjör sem við viljum hafa á Íslandi. Til að standa við okkar skuldbindingar og tryggja lífskjör til framtíðar, þá er nauðsynlegt að efla til muna sköpun nýrra verðmæta.“ Aukin nýting náttúruauðlinda muni ekki standa undir þessari verðmætaaukningu án þess að sjálfbærni sé fórnað. „Nauðsynlegt er því að auka til muna verðmætasköpun sem byggir á hugviti og sköpun. Í skýrslu frá McKinsey má finna sýnidæmi um hvað þurfi til að standa undir langtímahagvexti á Íslandi. Til að standa undir 4% árlegum hagvexti þarf að skapa ný verðmæti fyrir um 50 milljarða króna á hverju ári.“Það sé vel þekkt um allan heim að háskólastarf sé meginundirstaða sköpunar verðmæta á grunni hugvits. „Á Íslandi er hins vegar ekki brugðist við þörf á hugviti og sköpun með fjárfestingu í undirstöðu, heldur er þvert á móti dregið verulega úr fjármögnun háskólanna, en fjármögnun á hvern háskólanema er árið 2011 aðeins 84% af því sem hún var árið 2005, samkvæmt skýrslu OECD, eins og sjá má á mynd hér að neðan.“Í yfirlýsingunni segir að það komi ennfremur skýrt fram í skýrslu OECD að háskólar á Íslandi standi höllum fæti fyrir niðurskurð. „Hér sést að Ísland er í sérflokki þegar kemur að fjármögnun háskólanáms og niðurskurði, en löndin í neðra horninu til vinstri eru þau sem eru með framlög undir meðaltali og hafa skorið niður framlög.“Þetta sé misræmi milli þarfa íslensks samfélags og fjármögnunar háskóla verði að leiðrétta strax. „Forgangsröðun fjármuna til háskólamenntunar er því nauðsynleg. Það er eina leiðin til þess að skapa nægileg ný verðmæti til að standa undir skuldbindingum Íslendinga og þeim lífskjörum sem við eigum að venjast og viljum standa vörð um.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira