„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 18:46 Hugleikur segir að sér finnist asnalegt að banna Blanc að koma til Íslands. Slíkt geri hann bara að píslarvotti. Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira