„Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til að strjúka honum um lærið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 18:46 Hugleikur segir að sér finnist asnalegt að banna Blanc að koma til Íslands. Slíkt geri hann bara að píslarvotti. Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Fyrirhuguð koma Juliens Blanc til Íslands næsta sumar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Blanc kallar sig „stefnumótaþjálfara“ en aðferðir hans við að ná sér í konu byggja aðallega á því að beita konur ofbeldi og niðurlægja þær. Yfir 10.000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem því er mótmælt að hann komi til landsins. Hugleikur Dagsson, myndasöguhöfundur og uppistandari, er þó með aðrar hugmyndir varðandi það hvernig sýna megi í verki að mönnum líki ekki við boðskap Blancs. Í færslu sem Hugleikur skrifar á Facebook-síðu sína segir hann að sér finnist ekki eigi að banna Blanc að koma til landsins. Það sé asnalegt og geri hann að píslarvotti. Hugleikur segir Íslendinga ekki hafa neinn rétt til að banna honum að koma til Íslands; hér sé málfrelsi og hann megi því halda sína „Assdolf Hitler ræðu“. „Drulluhalar eins og hann eru fyrstir til að fagna ritskoðunum og brottvísunum. Fokkfeis eins og hann þykjast nefnilega vera fánaberar málfrelsis og nota það óspart til að réttlæta niðurganginn sem vellur uppúr kokinu á þeim. Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.“Hugleikur Dagsson á ráð undir rifi hverju. Vísir/Stefán„Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum" Hugleikur segist í færslunni vera með betra plan og talar til íslenskra stráka: „Það er kominn tími til að við nýtum forréttindi okkar til góðs. Karlrembur eins og þetta gerpi eru nær undantekningarlaust hómófóbískir. Þeir óttast ekkert meira en að einhver tríti þá eins og þeir tríta konur. Ég segi að við reynum við Julien Blanc. Allir sem einn. Ef við sjáum hann útá götu, blikkum hann. Blístrum á hann. Ef við hittum hann á bar, klípum hann í rassinn. Ég var að hugsa um að gefa honum fingurkoss. Ég hvet alla karlkyns fréttamenn til strjúka honum um lærið. Ég hvet alla stóra karlmenn til segja honum hvað hann er með fallegan munn. Hvet alla karlkyns barþjóna til að hvísla að honum að þeim langi inn í hann.“ Hugleikur segir að gjörningur á borð við þennan myndi síst láta Blanc líða eins og hetju: „Leyfum honum að líða eins og það sem hann fyrirlítur mest í heiminum. Leyfum honum að líða eins og fokking tjeeeellingu. Kannski verður íslandsheimsókn hans þá einskonar Ebenezer Scrooge reynsla. Mun jafnvel breyta honum í betri mann sem hleypur niður götuna og hrópar "I'm a douchebag! I'm a douchebag! And God bless us everyone!" Eða kannski mun hann hlaupa grenjandi heim. Sem er fyndnara.“Hér má sjá færslu Hugleiks í heild sinni.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira