Frumvarp um ný kvótalög lagt fram fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2014 19:24 Veiðigjöld munu ekki hækka og jafnvel lækka samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið byggir á svokallaðri samningaleið þar sem samið yrði við útgerðir um aðgang að fiskveiðiauðlindinni til tuttugu eða 25 ára. Eitt af stóru málum núverandi ríkisstjórnar eru fyrirhugaðar breytngar á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra kynnti drög að frumvarpi um breytingar á lögunum í stjórnarflokkunum í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar felur frumvarpið ekki í sér hækkun á veiðigjöldum á útgerðina frá því sem nú er og gætu gjöldin jafnvel lækkað. Engar tölur í þessum efnum munu þó hafa fylgt frumvarpsdrögunum sem ráðherra kynnti stjórnarflokkunum í gær. En gjöldin munu taka mið af afkomu útgerðarinnar hverju sinni. Hins vegar var þar kynnt til sögunnar ákveðin aðferðarfræði við útreikning veiðigjalda, en miðað er við að gjaldið standi að minnsta kosti undir hafrannsóknum, starfsemi Landhelgisgæslu og annarra þátta sem tengjast sjávarútveginum. Þá er farin svo kölluð samningaleið við úthlutun veiðiheimilda. Hún byggir á því að ríkið og útgerðirnar geri með sér nýtingarsamninga. sem byggja á núverandi aflaheimildum, til einhverra ára og er líklegast að niðurstaðan verði 20 til 25 ár. Það ætti að duga útgerðum til að skipuleggja fram í tímann,til að mynda vegna fjárfestinga og nægjanlegan stöðugleika til að bankar vilji lána þeim. Ríkið héldi áfram um 5,3 prósentum aflaheimilda til félagslegra úthlutana. Stóri ásteitingarsteinninn verður hins vegar væntanlega uppsagnarákvæði þessara samninga því báðir aðilar gætu sagt samningunum upp. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er engin niðurstaða komin varðandi þetta en líklegt að uppsagnarákvæðið verði á bilinu 5 til 10 ár. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins er nú að meta frumvarpið en það hefur enn ekki verið lagt fram í ríkisstjórn. Hins vegar mun stefnt að því að frumvarpið komið fram á Alþingi fyrir jól. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Veiðigjöld munu ekki hækka og jafnvel lækka samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið byggir á svokallaðri samningaleið þar sem samið yrði við útgerðir um aðgang að fiskveiðiauðlindinni til tuttugu eða 25 ára. Eitt af stóru málum núverandi ríkisstjórnar eru fyrirhugaðar breytngar á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra kynnti drög að frumvarpi um breytingar á lögunum í stjórnarflokkunum í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar felur frumvarpið ekki í sér hækkun á veiðigjöldum á útgerðina frá því sem nú er og gætu gjöldin jafnvel lækkað. Engar tölur í þessum efnum munu þó hafa fylgt frumvarpsdrögunum sem ráðherra kynnti stjórnarflokkunum í gær. En gjöldin munu taka mið af afkomu útgerðarinnar hverju sinni. Hins vegar var þar kynnt til sögunnar ákveðin aðferðarfræði við útreikning veiðigjalda, en miðað er við að gjaldið standi að minnsta kosti undir hafrannsóknum, starfsemi Landhelgisgæslu og annarra þátta sem tengjast sjávarútveginum. Þá er farin svo kölluð samningaleið við úthlutun veiðiheimilda. Hún byggir á því að ríkið og útgerðirnar geri með sér nýtingarsamninga. sem byggja á núverandi aflaheimildum, til einhverra ára og er líklegast að niðurstaðan verði 20 til 25 ár. Það ætti að duga útgerðum til að skipuleggja fram í tímann,til að mynda vegna fjárfestinga og nægjanlegan stöðugleika til að bankar vilji lána þeim. Ríkið héldi áfram um 5,3 prósentum aflaheimilda til félagslegra úthlutana. Stóri ásteitingarsteinninn verður hins vegar væntanlega uppsagnarákvæði þessara samninga því báðir aðilar gætu sagt samningunum upp. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er engin niðurstaða komin varðandi þetta en líklegt að uppsagnarákvæðið verði á bilinu 5 til 10 ár. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins er nú að meta frumvarpið en það hefur enn ekki verið lagt fram í ríkisstjórn. Hins vegar mun stefnt að því að frumvarpið komið fram á Alþingi fyrir jól.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent