Innlent

Skemmdarverk framin í kirkjugarði á Hrekkjavöku

Samúel Karl Ólason skrifar
Akureyjakirkja er falleg sveitakirkja í Vestur-Landeyjum sem er rúmlega hundrað ára gömul. Hún stendur nærri félagsheimilinu Njálsbúð. Þar var haldið sveitaball á föstudagskvöldið og ákváðu einhverjir að fara í kirkjugarðinn og fremja þar skemmdarverk.

Kirkjuvörðurinn er mjög leiður yfir skemmdarverkunum og á varla orð til að lýsa yfir hneykslun sinni en auk þess sem legsteinar voru sparkaðir niður voru krossar skekktir, lýsing að kirkjunni var skemmd og ljóskastari brotinn.

Einkaaðili hélt ball í Njálsbúð samkvæmt lögreglunni og var aldurstakmarkið 16 ár.

Lögreglan á Hvolsvelli hefur beðið alla þá sem hafa upplýsingar um hver eða hverjir hafi verið að verki í kirkjugarðinum að koma upplýsingum til sín í síma 488-4110.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×