Lífið

Steinn Ármann fimmtugur - brot af því besta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri.
Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. Vísir/Ernir
Steinn Ármann Magnússon er einn af frægustu grínistum Íslands og á langan feril að baki sem uppistandari. Hann er meðal annars þekktur sem einn af „Radíus bræðrum“ ásamt Davíð Þór Jónssyni.

Steinn Ármann er fæddur þann 2. nóvember árið 1964 og fagnar því fimmtugsafmæli í dag.

„Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ sagði Steinn Ármann í viðtali í Fréttablaðinu í vikunni.

Hér að neðan má sjá nokkrar af eftirminnilegri frammistöðum Steins Ármanns í gegnum tíðina.


Tengdar fréttir

Reri á trillu með pabba

Steinn Ármann Magnússon leikari er fimmtugur í dag. Hann ætlar að halda upp á það á sunnudaginn með fjölskyldu sinni og vinum – og að sjálfsögðu Elton John!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×