Reri á trillu með pabba Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2014 11:00 vísir/ernir „Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“ Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
„Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira