Hátt í fimm þúsund óskuðu eftir jólaaðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 12:24 Ásgerður Jóna Flosadóttir. vísir/gva Hátt í fimm þúsund óskuðu eftir aðstoð Fjölskylduhjálpar fyrir síðustu jól. Formaður nefndarinnar býst við auknum fjölda fyrir komandi jól og hafa því tvær nýjar starfsstöðvar verið opnaðar. „Við erum að opna í Kópavogi og Hafnarfirði og lítum á þetta sem svo að við séum að færa þjónustuna nær til þeirra sem þurfa á að halda. Við höfum hingað til verið í Reykjavík og á Suðurnesjum en erum himinlifandi yfir þessum tveimur nýju starfsstöðvum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Ný varanleg starfsstöð hefur verið opnuð í Hamraborg 9 í Kópavogi þar sem öll matarúthlutun og jólaaðstoð til Kópavogsbúa verður afgreidd ásamt nytjamarkaði sem þar hefur opnað. Þá hefur starfsstöð opnað við Strandgötu 24 í Hafnarfirði sem starfrækt verður fram að áramótum. „Fjöldinn verður líklega mun meiri en á síðasta ári. Það er til dæmis vegna þess að það eru svo margir sem eru búnir að missa fasteignir sínar, eru á lágum launum og greiða háa húsaleigu og ná þar af leiðandi ekki endum saman. Manneskja sem hefur verið í þrjú ár á atvinnuleysisbótum fer á framfærslu sveitarfélagsins. Í tilfelli Reykjavíkurborgar fær fólkið 169 þúsund krónur á mánuði. Þarf þá að borga húsaleigu og lyfjakostnað og þá er ekkert eftir,“ segir Ásgerður. Hún segir að byrjað verði að skrá niður fólk sem óskar þess að fá aðstoð fyrir jólin í lok þessa mánaðar. „Við biðlum til fólks að koma með notaðan og nýjan fatnað og til þeirra góðgerðarfélaga sem ekki standa í matargjöfum að þau styðji við okkur.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hátt í fimm þúsund óskuðu eftir aðstoð Fjölskylduhjálpar fyrir síðustu jól. Formaður nefndarinnar býst við auknum fjölda fyrir komandi jól og hafa því tvær nýjar starfsstöðvar verið opnaðar. „Við erum að opna í Kópavogi og Hafnarfirði og lítum á þetta sem svo að við séum að færa þjónustuna nær til þeirra sem þurfa á að halda. Við höfum hingað til verið í Reykjavík og á Suðurnesjum en erum himinlifandi yfir þessum tveimur nýju starfsstöðvum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Ný varanleg starfsstöð hefur verið opnuð í Hamraborg 9 í Kópavogi þar sem öll matarúthlutun og jólaaðstoð til Kópavogsbúa verður afgreidd ásamt nytjamarkaði sem þar hefur opnað. Þá hefur starfsstöð opnað við Strandgötu 24 í Hafnarfirði sem starfrækt verður fram að áramótum. „Fjöldinn verður líklega mun meiri en á síðasta ári. Það er til dæmis vegna þess að það eru svo margir sem eru búnir að missa fasteignir sínar, eru á lágum launum og greiða háa húsaleigu og ná þar af leiðandi ekki endum saman. Manneskja sem hefur verið í þrjú ár á atvinnuleysisbótum fer á framfærslu sveitarfélagsins. Í tilfelli Reykjavíkurborgar fær fólkið 169 þúsund krónur á mánuði. Þarf þá að borga húsaleigu og lyfjakostnað og þá er ekkert eftir,“ segir Ásgerður. Hún segir að byrjað verði að skrá niður fólk sem óskar þess að fá aðstoð fyrir jólin í lok þessa mánaðar. „Við biðlum til fólks að koma með notaðan og nýjan fatnað og til þeirra góðgerðarfélaga sem ekki standa í matargjöfum að þau styðji við okkur.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira