Í dag birtist mynd á Facebook-síðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að minna á að brátt hefst salan en þar er almenningur jafnframt hvattur til þess að giska á hvernig Neyðarkallinn í ár mun líta út. Undanfarinn ár hefur hann meðal annars verið í kafarabúning, björgunarvesti og á skíðum.
Í fyrra var „hann“ svo kona í fyrsta sinn með skyndihjálparbúnað og upprúllað teppi á sér.