„Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:29 Troy hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum og meðal annars tekið þátt í NOH8 Campaign. Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“ Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00
Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00