„Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:29 Troy hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum og meðal annars tekið þátt í NOH8 Campaign. Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“ Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00
Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00