AsíAfríka - Bangkok séð úr draugaturni Frosti Logason skrifar 30. október 2014 09:19 Draugaturninn í Bangkok er yfirgefinn lúxus bygging með frábæru útsýni yfir borgina. Það er búið að vera ótrúlega gaman að heimsækja konungsríkið Tæland. Landið hefur lengi verið einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Suðaustur-Asíu og það ekki af ástæðulausu. Á Tælandi er hægt að gera svo ótrúlega margt. Við dvöldum fyrstu dagana í Bangkok sem er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Tælands. Þar búa um 8 milljónir íbúa og þar iðar allt af lífi allan sólarhringinn.Vinalegir Tælendingar að næturlagi í Bangkok.Bangkok svipar að einhverju leiti til Delí á Indlandi en er samt miklu hreinni, skipulagðari og nútímalegri. Eins og í Delí eru Tuktuk leigubílar útum allt en umferðin er þó miklu minna tryllt ef svo má segja. Næturlífið í Bangkok er mjög líflegt. Næturklúbbar og barir eru úti um allt og Tælendingarnir sem ég hitti virtust flest allir vera mjög vinalegir og glaðir.Heimamenn eru einstaklega vinalegir í Bangkok og vilja gjarnan kynnast Íslendingum.Þeir sem heimsækja Bangkok verða víst að koma við á Khaosan Road, sem er ein af vinsælli götum borgarinnar á meðal ferðamanna. Auðvitað fórum við þangað. Þarna var brjálæðislega mikil stemmning. Veitingastaðir, verslanir og tónlist á fullu blasti útum allt. Áður en við vissum af var hópur innfæddra búinn að taka okkur upp á sína arma. Ungt fólk sem vildi allt fyrir okkur gera. Við sátum með þeim drykklanga stund og skemmtum okkur konunglega. Ég gerðist meira að segja svo frægur að snæða á grilluðum sporðdreka. Það verður enginn einmanna í Bangkok.Chao Pya fljótið hefur lengi verið aðal lífæð Bangkok.Chao Pya fljótið er aðal lífæð Bangkok og hefur verið það eins lengi og elstu menn muna. Borgin er öll reist í kringum bakka fljótsins og þar er alltaf mikið um að vera. Hvítir og rauðröndóttir hraðbátar virka þarna eins og fljótandi strætisvagnar. Þeir koma við á öllum helstu stoppistöðvum alla daga frá klukkan 6.00-18.00 á fimmtán mínútna fresti. Þá er einnig hægt að fara um fljótið á minni bátum sem síðan taka mann upp síkin sem eru þarna allt um kring. Lífið í kringum fljótið er mjög áhugavert að upplifa. Við bókuðum okkur í eina slíka ferð og sigldum hálfan daginn um þennan óvenjulega og framandi heim sem er fljótandi hlutinn af Bangkok. Þar blasir hið daglega líf heimamanna við manni og er nokkuð áhugavert.Heimilin á bökkum Chao Pya eru mörg hver nokkuð fátækleg.Þarna var hægt að sjá allt mögulegt. Allt frá mikilfengnum gullskreyttum hofum til fátæklegra hreysa sem erfitt er að ímynda sér að hægt sé að búa í með góðu móti. Mannlífið í Tælandi er jú æði fjölbreytt og menn hafa það misgott eins og alls staðar annars staðar. Við síkin var einnig hægt að sjá allskyns verslanir og markaði en þar er einmitt að finna einn frægasta fljótamarkað heims sem hefur lengi verið einskonar táknmynd fyrir Tæland, bæði í allskyns auglýsingabæklingum og kvikmyndum svo eitthvað sé nefnt.Draugaturninn í Bangkok hefur staðið mannlaus síðan árið 1998.Að lokum er undarlegt frá því að segja að eitt það magnaðasta sem maður sá og upplifði í Bangkok var einstakur og yfirgefinn skýjakljúfur. Draugaturninn (e. Ghost Tower) er mikil lúxus bygging sem hafði verið reist á tíunda áratugnum allt þar til að Tæland varð fyrir mikilli efnahagskreppu sem reið yfir landið á árunum 1997 og 1998. Turninn er örugglega fimmtíu og eitthvað hæðir sem hafa flestar verið innréttaðar með glæsilegum baðherbergjum og viðargólfum en síðan hefur bara einfaldlega verið hætt við allt saman. Maður veltur fyrir sér hvort þetta muni verða örlög einhverra þeirra metnaðarfullu háhýsa sem rísa í heima í Reykjavík þessa dagana.Hálfkláraðir stigagangar í draugaturninum í Bangkok.Að ganga upp á efstu hæð um stigaganga í kolniðamyrkri var frekar óþægileg og ógnvekjandi tilfinning á köflum. Mannlausar hæðir og leifar af því sem einhverntíman átti að verða mikið ríkidæmi þeirra sem þarna áttu að búa fékk mann til þess að huga að kaldhæðni örlaganna. Þegar svo upp á toppinn var komið var maður verðlaunaður með einhverju stórkostlegasta útsýni af Bangkok sem hægt er að hugsa sér. Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. Útsýnið yfir Bangkok er einstakt á toppi draugaturnsins. AsíAfríka Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Það er búið að vera ótrúlega gaman að heimsækja konungsríkið Tæland. Landið hefur lengi verið einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Suðaustur-Asíu og það ekki af ástæðulausu. Á Tælandi er hægt að gera svo ótrúlega margt. Við dvöldum fyrstu dagana í Bangkok sem er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Tælands. Þar búa um 8 milljónir íbúa og þar iðar allt af lífi allan sólarhringinn.Vinalegir Tælendingar að næturlagi í Bangkok.Bangkok svipar að einhverju leiti til Delí á Indlandi en er samt miklu hreinni, skipulagðari og nútímalegri. Eins og í Delí eru Tuktuk leigubílar útum allt en umferðin er þó miklu minna tryllt ef svo má segja. Næturlífið í Bangkok er mjög líflegt. Næturklúbbar og barir eru úti um allt og Tælendingarnir sem ég hitti virtust flest allir vera mjög vinalegir og glaðir.Heimamenn eru einstaklega vinalegir í Bangkok og vilja gjarnan kynnast Íslendingum.Þeir sem heimsækja Bangkok verða víst að koma við á Khaosan Road, sem er ein af vinsælli götum borgarinnar á meðal ferðamanna. Auðvitað fórum við þangað. Þarna var brjálæðislega mikil stemmning. Veitingastaðir, verslanir og tónlist á fullu blasti útum allt. Áður en við vissum af var hópur innfæddra búinn að taka okkur upp á sína arma. Ungt fólk sem vildi allt fyrir okkur gera. Við sátum með þeim drykklanga stund og skemmtum okkur konunglega. Ég gerðist meira að segja svo frægur að snæða á grilluðum sporðdreka. Það verður enginn einmanna í Bangkok.Chao Pya fljótið hefur lengi verið aðal lífæð Bangkok.Chao Pya fljótið er aðal lífæð Bangkok og hefur verið það eins lengi og elstu menn muna. Borgin er öll reist í kringum bakka fljótsins og þar er alltaf mikið um að vera. Hvítir og rauðröndóttir hraðbátar virka þarna eins og fljótandi strætisvagnar. Þeir koma við á öllum helstu stoppistöðvum alla daga frá klukkan 6.00-18.00 á fimmtán mínútna fresti. Þá er einnig hægt að fara um fljótið á minni bátum sem síðan taka mann upp síkin sem eru þarna allt um kring. Lífið í kringum fljótið er mjög áhugavert að upplifa. Við bókuðum okkur í eina slíka ferð og sigldum hálfan daginn um þennan óvenjulega og framandi heim sem er fljótandi hlutinn af Bangkok. Þar blasir hið daglega líf heimamanna við manni og er nokkuð áhugavert.Heimilin á bökkum Chao Pya eru mörg hver nokkuð fátækleg.Þarna var hægt að sjá allt mögulegt. Allt frá mikilfengnum gullskreyttum hofum til fátæklegra hreysa sem erfitt er að ímynda sér að hægt sé að búa í með góðu móti. Mannlífið í Tælandi er jú æði fjölbreytt og menn hafa það misgott eins og alls staðar annars staðar. Við síkin var einnig hægt að sjá allskyns verslanir og markaði en þar er einmitt að finna einn frægasta fljótamarkað heims sem hefur lengi verið einskonar táknmynd fyrir Tæland, bæði í allskyns auglýsingabæklingum og kvikmyndum svo eitthvað sé nefnt.Draugaturninn í Bangkok hefur staðið mannlaus síðan árið 1998.Að lokum er undarlegt frá því að segja að eitt það magnaðasta sem maður sá og upplifði í Bangkok var einstakur og yfirgefinn skýjakljúfur. Draugaturninn (e. Ghost Tower) er mikil lúxus bygging sem hafði verið reist á tíunda áratugnum allt þar til að Tæland varð fyrir mikilli efnahagskreppu sem reið yfir landið á árunum 1997 og 1998. Turninn er örugglega fimmtíu og eitthvað hæðir sem hafa flestar verið innréttaðar með glæsilegum baðherbergjum og viðargólfum en síðan hefur bara einfaldlega verið hætt við allt saman. Maður veltur fyrir sér hvort þetta muni verða örlög einhverra þeirra metnaðarfullu háhýsa sem rísa í heima í Reykjavík þessa dagana.Hálfkláraðir stigagangar í draugaturninum í Bangkok.Að ganga upp á efstu hæð um stigaganga í kolniðamyrkri var frekar óþægileg og ógnvekjandi tilfinning á köflum. Mannlausar hæðir og leifar af því sem einhverntíman átti að verða mikið ríkidæmi þeirra sem þarna áttu að búa fékk mann til þess að huga að kaldhæðni örlaganna. Þegar svo upp á toppinn var komið var maður verðlaunaður með einhverju stórkostlegasta útsýni af Bangkok sem hægt er að hugsa sér. Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. Útsýnið yfir Bangkok er einstakt á toppi draugaturnsins.
AsíAfríka Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira