Krummi sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2014 08:15 Vísir/Vilhelm Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus var sakfelldur vegna brots gegn valdstjórninni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Krummi var ekki viðstaddur dómskvaðninguna. Krumma var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 326.300 krónur. Hann var sakaður um að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfararnótt 12. júní 2013 á heimili Krumma. Við aðalmeðferð málsins neitaði hann sök. Lögreglu barst kvörtun frá nágranna hans vegna háværrar tónlistar sem barst frá íbúð hans. Þrír lögreglumenn bönkuðu upp á og báðu Krumma að lækka. Þá sögðust þeir finna kannabislykt úr íbúðinni en hann bauð þeim inn, þar sem hann hafði ekkert að fela, eins og hann orðaði það við aðalmeðferð málsins. Krummi sagði fyrir dómi að lögreglumennirnir hefðu verið dónalegir og með yfirgang. „Þeir kíkja aðeins inn og eru að litast um,“ sagði Krummi. „Þeir sjá að vinkona mín er þarna inni og um leið og þeir koma inn eru þeir ókurteisir. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir.“ Hann viðurkenndi að hafa verið dónalegur og að hafa ýtt við lögreglumann, en sagðist ekki hafa sparkað í neinn. „Mér fannst tími til kominn að þeir færu, þeir voru búnir að vera með dónaskap og yfirgang við mig og vinkonu mína þarna inni á mínu heimili. Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“ Tengdar fréttir Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27 Krummi segir lögreglu hafa kokkað saman sögu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir að sparkað í lögreglumann en hann neitar sök. 6. október 2014 14:47 Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus var sakfelldur vegna brots gegn valdstjórninni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Krummi var ekki viðstaddur dómskvaðninguna. Krumma var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 326.300 krónur. Hann var sakaður um að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfararnótt 12. júní 2013 á heimili Krumma. Við aðalmeðferð málsins neitaði hann sök. Lögreglu barst kvörtun frá nágranna hans vegna háværrar tónlistar sem barst frá íbúð hans. Þrír lögreglumenn bönkuðu upp á og báðu Krumma að lækka. Þá sögðust þeir finna kannabislykt úr íbúðinni en hann bauð þeim inn, þar sem hann hafði ekkert að fela, eins og hann orðaði það við aðalmeðferð málsins. Krummi sagði fyrir dómi að lögreglumennirnir hefðu verið dónalegir og með yfirgang. „Þeir kíkja aðeins inn og eru að litast um,“ sagði Krummi. „Þeir sjá að vinkona mín er þarna inni og um leið og þeir koma inn eru þeir ókurteisir. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir.“ Hann viðurkenndi að hafa verið dónalegur og að hafa ýtt við lögreglumann, en sagðist ekki hafa sparkað í neinn. „Mér fannst tími til kominn að þeir færu, þeir voru búnir að vera með dónaskap og yfirgang við mig og vinkonu mína þarna inni á mínu heimili. Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“
Tengdar fréttir Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27 Krummi segir lögreglu hafa kokkað saman sögu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir að sparkað í lögreglumann en hann neitar sök. 6. október 2014 14:47 Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27
Krummi segir lögreglu hafa kokkað saman sögu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir að sparkað í lögreglumann en hann neitar sök. 6. október 2014 14:47
Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59