Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 12:52 Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. vísir Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira