Innlent

Fáir á ferðinni á Höfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

„Þeir eru að mæla í kringum tíu þúsund míkrógrömm á rúmmetra,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. Hann segir að lögreglumenn keyri um svæðið og mæli gasmengunina sem liggur nú yfir bænum.

„Það er ekki mikil umferð þegar maður horfir út um gluggann og fáir á ferðinni. Það er bara farið eftir því sem sent var út. Fólk heldur sig inni, lokar gluggum og hækkar á ofnum.“ Björn segir mengunina hafa legið yfir svæðinu eins og þoka í dag.

Í síðustu viku fór mengunin tvisvar sinnum yfir sex þúsund míkrógrömm, en það gerðist þó að nóttu til. Nú jókst mengunin mikið upp úr hádeginu og hefur legið yfir bænum síðan.

Í dag mældust frá níu til 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra á svæðinu og gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á morgun einnig.

Mynd/Almannavarnir

Tengdar fréttir

Mikil gasmengun á Höfn

Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.