„Það er ekki mikil umferð þegar maður horfir út um gluggann og fáir á ferðinni. Það er bara farið eftir því sem sent var út. Fólk heldur sig inni, lokar gluggum og hækkar á ofnum.“ Björn segir mengunina hafa legið yfir svæðinu eins og þoka í dag.
Í síðustu viku fór mengunin tvisvar sinnum yfir sex þúsund míkrógrömm, en það gerðist þó að nóttu til. Nú jókst mengunin mikið upp úr hádeginu og hefur legið yfir bænum síðan.
Í dag mældust frá níu til 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra á svæðinu og gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á morgun einnig.
