Innlent

Fólk haldi sig innandyra í Öræfasveit

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Brennisteinsmengun mældist yfir 9000 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði í dag.
Brennisteinsmengun mældist yfir 9000 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands
Íbúar í Öræfasveit hafa verið varaðir við því að fara út vegna mikillar brennisteinsmengunar sem leggur yfir sveitir þar.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist mengun yfir 9.000 míkrógrömm á rúmmetra í Höfn í Hornafirði í dag. Þá mældist brennisteinsmengun um 20.000 míkrógrömm á rúmmetra inni við Hoffell. Það er mjög hátt hlutfall en virðist vera staðbundið.

Vakthafandi veðurfræðingur segir að mjög hægur vindur sé á svæðinu og því blandist loftið lítið. Það virðist því miður verða það sama upp á teningnum á morgun þar sem spáin er svipuð. Brennisteinsmengun verður því mest við suðausturlandið og Austfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×