Lífið

Taylor Kitsch leikur í True Detective

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Taylor.
Taylor. vísir/getty
Leikarinn Taylor Kitsch, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í Friday Night Lights, er búinn að hreppa hlutverk í seríu tvö af True Detective.

Sjónvarpsstöðin HBO hefur ekki staðfest þessar fréttir en Taylor segir í samtali við AdWeek að hann geti ekki beðið eftir að byrja í tökum.

„Já, ég er mjög spenntur. Ég er búinn að vera að undirbúa mig. Það er tæplega ár síðan ég var fyrir framan myndavélina þannig að mig klæjar í fingurnar. Það er löngu komið að þessu,“ segir hann. Hann bætir við að hann hafi hafnað mörgum verkefnum til að landa hlutverki í True Detective. 

„Ég elskaði fyrstu seríuna svo mikið. Þetta er svo ólíkt öðru sem ég hef séð.“

Ef þetta reynist rétt leikur Taylor á móti Colin Farrell og Vince Vaughn í þáttunum. Fyrsta serían hlaut einróma lof gagnrýnenda en í henni voru aðalhlutverkin í höndum Matthew McConaughey og Woody Harrelson. Þá fór íslenski leikarinn Ólafur Darri einnig með hlutverk í þáttunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×