Lífið

Ólafur Darri sprengdur í tætlur í True Detective

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Darri Ólafsson fór á kostum í þættinum True Detective sem sýndur var á Stöð 2 á mánudagskvöldið.

Ólafur fer með hlutverk Dewall í þættinum en hann leikur metamfetamín framleiðanda.

Matthew McConaughey og Woody Harrelson fara með aðalhlutverkin í þáttunum en Ólafur fer með aukahlutverk og kemur fyrir í einum þætti.

Þátturinn hefur notið gríðarlegrar vinsælda um allan heim og fær til að mynda 9,5 í einkunn á hinum vinsæla kvikmyndavef imdb.com.

Karakter Ólafs Darra hefur ekki mikið álit á Rust Cohle, sem leikinn er af Matthew McConaughey, og sagði hann til að mynda við Cohle í þættinum á mánudagskvöld:

„Ég sé sálina í jaðri augna þinna. Hún er tærandi eins og sýra. Það er djöfull innra með þér, litli maður. Ég kann ekki við andlitið á þér. Mig langar til þess að gera ýmislegt við það. Ef ég sé þig aftur þá gegn ég frá þér.“

Hér að ofan má sjá myndbrot úr þættinum en Ólafur Darri verður fyrir því óláni að springa í tætlur í þættinum.

Atriðið er ekki fyrir viðkvæma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×