„Þeir sem leggjast á börn hætta ekkert endilega eftir eitt barn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2014 20:00 Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir, ein kvennanna sem kærði, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún segir orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins. Hrafnhildur segir alltaf rétta tímann til að segja frá, þó mál af þessum toga séu fyrnd. Málið vatt upp á sig þegar móðir Hrafnhildar og systir hennar tjáðu dætrum sínum að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu bróður síns. Í kjölfarið á því máli kom í ljós að dætur þeirra sögðust einnig hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu annars manns í fjölskyldunni. Hrafnhildur hafði í rúm 20 ár burðast með leyndarmál sem hún sagði fyrst frá eftir símtal við móður sína í ársbyrjun 2013. „Þetta er náttúrulega búin að vera bara hræðileg sorg, fjölskyldan er algjörlega splundruð öll, og ekki bara út frá einu máli heldur út frá tveimur málum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur, systur hennar tvær og frænka kærðu manninn sem hafði misnotað þær til lögreglu. Í kjölfarið á þessum kærum bárust tvær kærur til viðbótar. Mál Hrafnhildar, systra hennar og frænku eru fyrnd. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi vitað að svo væri þegar hún lagði kæruna fram átti hún von á að sú ákvörðun myndi hafa meiri áhrif. „Það samfélag sem hann lifir í, á Þingeyri, það er eins og það snúi bara blindu auga að honum. Maðurinn fær bara að halda áfram sínu daglega lífi og hann gengur bara sáttur um. Barn hlaupandi upp stigann hjá honum og öllum finnst þetta eðlilegt. Ég var orðin svo reið vegna þess að hann gæti bara haldið áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ef þú kemur bara fram við einstaklinginn eins og hann hafi gert neitt rangt þá er það bara það sama og að samþykkja þetta,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að þó enginn vilji bera ábyrgð þá beri samfélagið allt ábyrgð í svona málum. Rætt er við Hrafnhildi og Maríu Rós Valgeirsdóttur, aðra af konunum sem lögðu fram kærur eftir að fyrstu fjóru kærurnar komu fram, í Íslandi í dag sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir, ein kvennanna sem kærði, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún segir orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins. Hrafnhildur segir alltaf rétta tímann til að segja frá, þó mál af þessum toga séu fyrnd. Málið vatt upp á sig þegar móðir Hrafnhildar og systir hennar tjáðu dætrum sínum að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu bróður síns. Í kjölfarið á því máli kom í ljós að dætur þeirra sögðust einnig hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu annars manns í fjölskyldunni. Hrafnhildur hafði í rúm 20 ár burðast með leyndarmál sem hún sagði fyrst frá eftir símtal við móður sína í ársbyrjun 2013. „Þetta er náttúrulega búin að vera bara hræðileg sorg, fjölskyldan er algjörlega splundruð öll, og ekki bara út frá einu máli heldur út frá tveimur málum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur, systur hennar tvær og frænka kærðu manninn sem hafði misnotað þær til lögreglu. Í kjölfarið á þessum kærum bárust tvær kærur til viðbótar. Mál Hrafnhildar, systra hennar og frænku eru fyrnd. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi vitað að svo væri þegar hún lagði kæruna fram átti hún von á að sú ákvörðun myndi hafa meiri áhrif. „Það samfélag sem hann lifir í, á Þingeyri, það er eins og það snúi bara blindu auga að honum. Maðurinn fær bara að halda áfram sínu daglega lífi og hann gengur bara sáttur um. Barn hlaupandi upp stigann hjá honum og öllum finnst þetta eðlilegt. Ég var orðin svo reið vegna þess að hann gæti bara haldið áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ef þú kemur bara fram við einstaklinginn eins og hann hafi gert neitt rangt þá er það bara það sama og að samþykkja þetta,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að þó enginn vilji bera ábyrgð þá beri samfélagið allt ábyrgð í svona málum. Rætt er við Hrafnhildi og Maríu Rós Valgeirsdóttur, aðra af konunum sem lögðu fram kærur eftir að fyrstu fjóru kærurnar komu fram, í Íslandi í dag sem sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira