Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Bjarki Ármannsson skrifar 28. október 2014 21:01 "Spurningin er hvort það þurfi virkilega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert,“ segir Edda Heiðrún í bréfi sínu. Vísir/Valli/Pjetur Aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastól er harðlega gagnrýnt í opnu bréfi sem Edda Heiðrún Backman leikkona sendi frá sér í kvöld. Hún segir hvorki gert ráð fyrir fólki í hjólastólum í áhorfendasal né við inngang í húsið „þannig að til sóma geti talist.“Í Fréttablaðinu í dag var rætt við Guðjón Sigurðsson sem einnig notast við hjólastól. Guðjón ætlaði að skella sér á myndina Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna og var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Hann komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða Í bréfi Eddu Heiðrúnar, sem birt er í heild sinni hér fyrir neðan, gerir Edda Heiðrún lyftur leikhússins að sérlegu umfjöllunarefni. Þær eru sagðar „dauðagildrur“ og mörg dæmi sögð um það að fólk hafi fests í annarri af þeim tveimur lyftum sem það þarf að fara með. Önnur lyftan er fyrir utan húsið og Edda Heiðrún segir dæmi um að leikhúsgestur í hjólastól hafi setið fastur í þeirri lyftu í 45 mínútur í kafaldsbyl. Sjálf hafi hún tvisvar lent í því að festast í lyftunum. „Spurningin er hvort það þurfi virkilega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert,“ segir Edda Heiðrún í bréfi sínu. „Því að óbreyttu þá eru lyftur hússins dauðagildrur. Það hefur enginn heilsu til að sitja fastur í lyftu utandyra í klukkustund og kafaldsbyl, hvorki fatlaður né ófatlaður.“ Hún lýkur máli sínu á því að hvetja forsvarsmenn Þjóðleikhússins og Fasteigna ríkissjóðs til þess að bæta tafarlaust úr aðstöðunni. Bréf Eddu er birt hér í heild sinni:Þjóðleikhús fyrir alla…. nema fatlaðaNokkrum sinnum hefur það gerst að fólk, sem notar hjólastóla, hefur snúið sér til mín, eftir að hafa lent í hremmingum við að komast inn í Þjóðleikhúsið, og spurt hvort ég geti ekki beitt mér, í krafti kunningsskapar, til að fá aðgengið bætt.Samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum um réttindi fatlaðs fólks ber stjórnvöldum að tryggja öllum aðgengi að opinberum byggingum. Því miður er ekki svo um Þjóðleikhús Íslendinga, þar er hvorki gert ráð fyrir fólki í hjólastólum í áhorfendasal né við inngang í húsið þannig að til sóma geti talist.Þegar fólk í hjólastól kemur að Þjóðleikhúsinu þarf það að fara með tveimur lyftum, annarri fyrir utan húsið og inn, hinni úr anddyri og inn í forsal. Þetta væri í sjálfu sér fullnægjandi, ef lyfturnar væru í lagi og skiluðu fólki þangað sem þeim er ætlað. En því er ekki að heilsa. Mörg dæmi eru um það að fólk hafi fest í lyftunum ýmist inni eða utandyra og þurft að dúsa í þeim löngu eftir að sýning er hafin. Það þarf ekki að hafa mörg orð um líðan hins fatlaða gests, sem missir af sýningunni fyrir vikið.Enn bætist í þann hóp fatlaðra leikhúsgesta, sem hafa gefist upp á því að fara í Þjóðleikhúsið vegna þessa ástands og verða þannig af þeim sjálfsagða menningarauka sem leiksýningar Þjóðleikhússins eru og ættu að vera fyrir alla borgara þessa lands.Þegar fólk festist í lyftunni þá skiptir að sjálfsögðu máli hvort það er í lyftunni sem er inni í byggingunni eða hinni sem er utandyra. Dæmi eru um að leikhúsgestur í hjólastól hafi verið fastur í lyftunni utandyra í 45 mínútur í kafaldsbyl. Þessa frásögn og fleiri svipaðar hef ég hugleitt og satt að segja ekki trúað öðru en að forsvarsmenn Þjóðleikhússins myndu leggja metnað sinn í að lagfæra lyftubúnaðinn til að forða leikhúsgestum frá jafn ömurlegri reynslu. Jafnvel eftir að ég hafði í tvígang sjálf lent í því að festast, annars vegar í lyftunni utan við aðalbygginguna og hins vegar í lyftunni inn í Kassann við Lindargötu.Svo gerist það, við frumsýningu á Karitas föstudaginn 17. október, og ég er (spenntari en oft áður) á leið í leikhúsið; ég kemst klakklaust gegnum fyrri lyftuferðina inn í anddyrið, en þegar hin lyftan er komin spöl áleiðs stoppar hún og kemst hvorki upp né niður. Félagar mínir, dóttir mín og vinkona, kölluðu á starfsfólk hússins til aðstoðar, sem eftir langa mæðu gafst upp við að finna bilunina og hringdi á viðgerðarmann. Hann var því miður staddur í öðru sveitarfélagi svo biðin eftir honum var heilar 20 mínútur. Þegar hann loksins kom átti hann í mestu erfiðleikum með að finna bilunina og á endanum gafst hann upp við að koma lyftunni upp í forsalinn, en sendi hana (og mig með) niður í kjallara. Þaðan var hægt að lóðsa mig undir sviðið, inní vörulyftu og í stað þess að dúsa hjá dyraverði baksviðs valdi ég að koma mér fyrir í hliðarherbergi leikaranna, sem tóku mér að sjálfsögðu vel, enda alveg að koma hlé.Stjórnvöld og forsvarsmenn Þjóðleikhússins eru auðvitað ábyrg fyrir því að aðgengi að húsinu sé viðunandi. Í sjálfu sér hefðu þau dæmi, sem ég hef nú rakið, átt að nægja til að eitthvað yrði gert í málunum, en það hefur orðið bið á því. Spurningin er hvort það þurfi virkilega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert. Því að óbreyttu þá eru lyftur hússins dauðagildrur. Það hefur enginn heilsu til að sitja fastur í lyftu utandyra í klukkustund og kafaldsbyl, hvorki fatlaður né ófatlaður. Ég hvet forsvarsmenn Þjóðleikhússins og Fasteigna ríkissjóðs til að bregðast tafarlaust við ákalli um úrbætur svo Þjóðleikhúsið geti staðið undir því að vera leikhús þjóðarinnar.Edda Heiðrún BackmanBréf þetta verður einnig sent formanni þjóðleikhúsráðs, ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjölmiðlum til upplýsingar. Tengdar fréttir Fatlaður komst ekki á mynd um fatlaða Guðjón Sigurðsson komst ekki á mynd um fatlaða listamenn vegna lélegs aðgengis fyrir hjólastóla í Bíói Paradís. Forsvarsmenn kvikmyndahússins segja ástandið ömurlegt og fjármagn vanti til að bæta það en verið sé að vinna í því. 28. október 2014 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastól er harðlega gagnrýnt í opnu bréfi sem Edda Heiðrún Backman leikkona sendi frá sér í kvöld. Hún segir hvorki gert ráð fyrir fólki í hjólastólum í áhorfendasal né við inngang í húsið „þannig að til sóma geti talist.“Í Fréttablaðinu í dag var rætt við Guðjón Sigurðsson sem einnig notast við hjólastól. Guðjón ætlaði að skella sér á myndina Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna og var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Hann komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða Í bréfi Eddu Heiðrúnar, sem birt er í heild sinni hér fyrir neðan, gerir Edda Heiðrún lyftur leikhússins að sérlegu umfjöllunarefni. Þær eru sagðar „dauðagildrur“ og mörg dæmi sögð um það að fólk hafi fests í annarri af þeim tveimur lyftum sem það þarf að fara með. Önnur lyftan er fyrir utan húsið og Edda Heiðrún segir dæmi um að leikhúsgestur í hjólastól hafi setið fastur í þeirri lyftu í 45 mínútur í kafaldsbyl. Sjálf hafi hún tvisvar lent í því að festast í lyftunum. „Spurningin er hvort það þurfi virkilega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert,“ segir Edda Heiðrún í bréfi sínu. „Því að óbreyttu þá eru lyftur hússins dauðagildrur. Það hefur enginn heilsu til að sitja fastur í lyftu utandyra í klukkustund og kafaldsbyl, hvorki fatlaður né ófatlaður.“ Hún lýkur máli sínu á því að hvetja forsvarsmenn Þjóðleikhússins og Fasteigna ríkissjóðs til þess að bæta tafarlaust úr aðstöðunni. Bréf Eddu er birt hér í heild sinni:Þjóðleikhús fyrir alla…. nema fatlaðaNokkrum sinnum hefur það gerst að fólk, sem notar hjólastóla, hefur snúið sér til mín, eftir að hafa lent í hremmingum við að komast inn í Þjóðleikhúsið, og spurt hvort ég geti ekki beitt mér, í krafti kunningsskapar, til að fá aðgengið bætt.Samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum um réttindi fatlaðs fólks ber stjórnvöldum að tryggja öllum aðgengi að opinberum byggingum. Því miður er ekki svo um Þjóðleikhús Íslendinga, þar er hvorki gert ráð fyrir fólki í hjólastólum í áhorfendasal né við inngang í húsið þannig að til sóma geti talist.Þegar fólk í hjólastól kemur að Þjóðleikhúsinu þarf það að fara með tveimur lyftum, annarri fyrir utan húsið og inn, hinni úr anddyri og inn í forsal. Þetta væri í sjálfu sér fullnægjandi, ef lyfturnar væru í lagi og skiluðu fólki þangað sem þeim er ætlað. En því er ekki að heilsa. Mörg dæmi eru um það að fólk hafi fest í lyftunum ýmist inni eða utandyra og þurft að dúsa í þeim löngu eftir að sýning er hafin. Það þarf ekki að hafa mörg orð um líðan hins fatlaða gests, sem missir af sýningunni fyrir vikið.Enn bætist í þann hóp fatlaðra leikhúsgesta, sem hafa gefist upp á því að fara í Þjóðleikhúsið vegna þessa ástands og verða þannig af þeim sjálfsagða menningarauka sem leiksýningar Þjóðleikhússins eru og ættu að vera fyrir alla borgara þessa lands.Þegar fólk festist í lyftunni þá skiptir að sjálfsögðu máli hvort það er í lyftunni sem er inni í byggingunni eða hinni sem er utandyra. Dæmi eru um að leikhúsgestur í hjólastól hafi verið fastur í lyftunni utandyra í 45 mínútur í kafaldsbyl. Þessa frásögn og fleiri svipaðar hef ég hugleitt og satt að segja ekki trúað öðru en að forsvarsmenn Þjóðleikhússins myndu leggja metnað sinn í að lagfæra lyftubúnaðinn til að forða leikhúsgestum frá jafn ömurlegri reynslu. Jafnvel eftir að ég hafði í tvígang sjálf lent í því að festast, annars vegar í lyftunni utan við aðalbygginguna og hins vegar í lyftunni inn í Kassann við Lindargötu.Svo gerist það, við frumsýningu á Karitas föstudaginn 17. október, og ég er (spenntari en oft áður) á leið í leikhúsið; ég kemst klakklaust gegnum fyrri lyftuferðina inn í anddyrið, en þegar hin lyftan er komin spöl áleiðs stoppar hún og kemst hvorki upp né niður. Félagar mínir, dóttir mín og vinkona, kölluðu á starfsfólk hússins til aðstoðar, sem eftir langa mæðu gafst upp við að finna bilunina og hringdi á viðgerðarmann. Hann var því miður staddur í öðru sveitarfélagi svo biðin eftir honum var heilar 20 mínútur. Þegar hann loksins kom átti hann í mestu erfiðleikum með að finna bilunina og á endanum gafst hann upp við að koma lyftunni upp í forsalinn, en sendi hana (og mig með) niður í kjallara. Þaðan var hægt að lóðsa mig undir sviðið, inní vörulyftu og í stað þess að dúsa hjá dyraverði baksviðs valdi ég að koma mér fyrir í hliðarherbergi leikaranna, sem tóku mér að sjálfsögðu vel, enda alveg að koma hlé.Stjórnvöld og forsvarsmenn Þjóðleikhússins eru auðvitað ábyrg fyrir því að aðgengi að húsinu sé viðunandi. Í sjálfu sér hefðu þau dæmi, sem ég hef nú rakið, átt að nægja til að eitthvað yrði gert í málunum, en það hefur orðið bið á því. Spurningin er hvort það þurfi virkilega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert. Því að óbreyttu þá eru lyftur hússins dauðagildrur. Það hefur enginn heilsu til að sitja fastur í lyftu utandyra í klukkustund og kafaldsbyl, hvorki fatlaður né ófatlaður. Ég hvet forsvarsmenn Þjóðleikhússins og Fasteigna ríkissjóðs til að bregðast tafarlaust við ákalli um úrbætur svo Þjóðleikhúsið geti staðið undir því að vera leikhús þjóðarinnar.Edda Heiðrún BackmanBréf þetta verður einnig sent formanni þjóðleikhúsráðs, ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjölmiðlum til upplýsingar.
Tengdar fréttir Fatlaður komst ekki á mynd um fatlaða Guðjón Sigurðsson komst ekki á mynd um fatlaða listamenn vegna lélegs aðgengis fyrir hjólastóla í Bíói Paradís. Forsvarsmenn kvikmyndahússins segja ástandið ömurlegt og fjármagn vanti til að bæta það en verið sé að vinna í því. 28. október 2014 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Fatlaður komst ekki á mynd um fatlaða Guðjón Sigurðsson komst ekki á mynd um fatlaða listamenn vegna lélegs aðgengis fyrir hjólastóla í Bíói Paradís. Forsvarsmenn kvikmyndahússins segja ástandið ömurlegt og fjármagn vanti til að bæta það en verið sé að vinna í því. 28. október 2014 07:00