Snjóskaflar þrefalda aksturstíma að gosi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 12:30 Akstur á jeppum sem í september tók 3 klukkustundir tekur nú 8-9 klukkustundir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Aðstæður til að komast akandi úr byggð að eldsstöðinni í Holuhrauni hafa hríðversnað eftir því sem bætir í snjó á hálendinu. Ferðalag sem áður tók þrjá tíma tekur nú átta til níu tíma. Það eru fyrst og fremst vísindamenn og lögreglumenn sem verið hafa á gosstöðvunum undanfarnar vikur og er ekki vitað til þess að neinir fjölmiðlamenn hafi verið á svæðinu síðustu þrjár vikur. Almannavarnir hertu mjög aðgangstakmarkanir með nýjum reglum fyrir tólf dögum og gáfu engin leyfi út til fjölmiðlamanna í tvær vikur á undan meðan reglurnar voru í smíðum. Og jafnvel þótt menn fái leyfi verður sífellt erfiðara að komast akandi á sérbúnum jeppum á svæðið, sem er í um sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir fáu sem fá leyfi verða allir að aka um Möðrudal á Fjöllum og fara um sérstaka lokunarstöð í svokallaðri Krepputungu. Á fyrstu vikum eldgossins, áður en fór að snjóa á hálendinu, tók það um þrjár klukkustundir að aka frá Möðrudal að Holuhrauni, en fyrir tveimur vikum fór færið að þyngjast. Fjórir starfsmenn Jarðvísindastofnunar, sem lögðu af stað um sexleytið í gærkvöldi frá Möðrudal, voru ekki komnir í Drekaskála fyrr en um eittleytið í nótt og voru því um sjö tíma á leiðinni. Þaðan eiga þeir svo eftir að aka að eldsstöðinni, og það er einnig orðið seinfarnara. Lögreglumenn sem óku í gær milli Holuhrauns og Dreka voru um einn og hálfan tíma á þeirri leið, en áður en fór að snjóa var þetta um hálftíma akstur. Snjónum var lýst þannig að hann væri ekki nægilega blautur til að troðast niður og því myndaðist ekki troðin vegslóð. Þetta er því orðinn milli 8 og 9 klukkustunda leiðangur úr byggð að eldstöðinni, ferð sem áður tók um þrjá tíma. Menn horfa þó til þess möguleika að það bæti enn í snjóinn svo að fært verði á vélsleðum, sem myndi væntanlega stytta ferðatímann á ný. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aðstæður til að komast akandi úr byggð að eldsstöðinni í Holuhrauni hafa hríðversnað eftir því sem bætir í snjó á hálendinu. Ferðalag sem áður tók þrjá tíma tekur nú átta til níu tíma. Það eru fyrst og fremst vísindamenn og lögreglumenn sem verið hafa á gosstöðvunum undanfarnar vikur og er ekki vitað til þess að neinir fjölmiðlamenn hafi verið á svæðinu síðustu þrjár vikur. Almannavarnir hertu mjög aðgangstakmarkanir með nýjum reglum fyrir tólf dögum og gáfu engin leyfi út til fjölmiðlamanna í tvær vikur á undan meðan reglurnar voru í smíðum. Og jafnvel þótt menn fái leyfi verður sífellt erfiðara að komast akandi á sérbúnum jeppum á svæðið, sem er í um sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir fáu sem fá leyfi verða allir að aka um Möðrudal á Fjöllum og fara um sérstaka lokunarstöð í svokallaðri Krepputungu. Á fyrstu vikum eldgossins, áður en fór að snjóa á hálendinu, tók það um þrjár klukkustundir að aka frá Möðrudal að Holuhrauni, en fyrir tveimur vikum fór færið að þyngjast. Fjórir starfsmenn Jarðvísindastofnunar, sem lögðu af stað um sexleytið í gærkvöldi frá Möðrudal, voru ekki komnir í Drekaskála fyrr en um eittleytið í nótt og voru því um sjö tíma á leiðinni. Þaðan eiga þeir svo eftir að aka að eldsstöðinni, og það er einnig orðið seinfarnara. Lögreglumenn sem óku í gær milli Holuhrauns og Dreka voru um einn og hálfan tíma á þeirri leið, en áður en fór að snjóa var þetta um hálftíma akstur. Snjónum var lýst þannig að hann væri ekki nægilega blautur til að troðast niður og því myndaðist ekki troðin vegslóð. Þetta er því orðinn milli 8 og 9 klukkustunda leiðangur úr byggð að eldstöðinni, ferð sem áður tók um þrjá tíma. Menn horfa þó til þess möguleika að það bæti enn í snjóinn svo að fært verði á vélsleðum, sem myndi væntanlega stytta ferðatímann á ný.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira