Íslenski boltinn

Ólafur Páll samdi til þriggja ára við Fjölni

Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar, og Ólafur Páll Snorrason rífa í spaðann á hvorum öðrum eftir undirskriftina í dag.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar, og Ólafur Páll Snorrason rífa í spaðann á hvorum öðrum eftir undirskriftina í dag. vísir/vilhelm
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá ákvað Ólafur Páll Snorrason að söðla um og gerast spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni.

Þær fréttir voru staðfestar á blaðamannafundi Fjölnis nú seinni partinn þar sem Ólafur Páll skrifaði undir samning við Fjölnismenn. Samningurinn er til þriggja ára.

Ólafur Páll kemur til félagsins frá FH þar sem hann hefur verið fyrirliði og í lykilhlutverki. Hann lagði til að mynda upp tíu mörk fyrir FH á nýliðinni leiktíð.

Hann á klárlega eftir að reynast Fjölnismönnum mikill styrkur en liðið hélt sæti sínu í Pepsi-deildinni í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×