Bubbi boðar styrktartónleika fyrir níumenningana Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2014 13:24 Bubbi segir dóminn fáránlegan og er nú að undirbúa styrktartónleika með það fyrir augum að safna fyrir sektinni sem mótmælendurnir í Gálgahrauni hafa verið dæmdir til að greiða. Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira