Bubbi boðar styrktartónleika fyrir níumenningana Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2014 13:24 Bubbi segir dóminn fáránlegan og er nú að undirbúa styrktartónleika með það fyrir augum að safna fyrir sektinni sem mótmælendurnir í Gálgahrauni hafa verið dæmdir til að greiða. Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“ Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistarmaður, hefur boðað til styrktartónleika fyrir níumenningana sem dæmdir voru í sektargreiðslu vegna mótmæla í Gálgahrauni. Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Bubba hugnast þetta ekki og hann vill gera eitthvað í málunum. Hann blæs nú í lúðra og boðar til styrktartónleika. „Jújújújú, þetta er herhvöt til íslenskra tónlistarmanna. Halda tónleika innan fjögurra vikna. Safna peningum. Borga sektina. Og líka sýna að væntumþykju okkar í verki gagnvart landinu okkar.“Þér finnst þetta ómaklegur dómur? „Jájá, þetta er brandari. Stundum trúir maður ekki að hlutirnir fari svona. Já, þetta ómaklegur dómur. Hann er asnalegur. Ég er ekki oft að hnýta í dómsvaldið,“ segir Bubbi sem var, í þeim töluðu orðum er fréttstofa náði af honum tali, að fara að setjast niður og hringja í félaga sína í hópi íslenskra tónlistarmanna. Unnsteinn Manúel, sem þekktastur er fyrir framgöngu sína með Retro Stefson, hefur þegar boðað þátttöku sína. „Það er auðvitað bara dásamlegt þegar unga fólkið finnur hjá sér þörf að stíga fram og vera með. Það er æðislegt, og já; nú er ég að fara að hringja. Þeir sem sjá þetta mega hringja í mig og við bara gerum þetta.“ Hugmyndin er á frumstigi og Bubbi veit ekki á þessu stigi málsins hverjir verða með en hann sér fyrir sér stóran hóp, tveggja tíma dagskrá og eitt lag á mann. „Og almenn gleði, ást og friður og hamingja.“ Bubbi segist ekki enn vita hvar tónleikarnir verða haldnir en Harpa kemur vel til greina eða jafnvel Laugardalshöll. „Þetta verður að koma í ljós. Þar sem menn eru tilbúnir að láta okkur fá hús á hálfvirði, kannski verðum við að borga heilvirði.“ Bubbi segir ómögulegt að láta þetta fólk sitja óbætt hjá garði. Spurður hvort dómsstólar geti verið að taka sérstakt tillit til þess hvort málefnið þyki gott á einhverjum bæjum, hvort ekki verði eitt það sama yfir alla að ganga, segir Bubbi: „Það hefði verið hægt að dæma þetta allt án fésektar. Ekkert mál að dæma fólk í skilorð og engin fésekt.“
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira