Lífið

Það versta við að vera kvenmaður er að fara á "fokking" túr

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Strákarnir í Áttunni spjölluðu við nokkra nemendur í Fjölbraut í Ármúla í vikunni en skólalífið verður fastur liður í Áttunni á Bravó á fimmtudögum framvegis.

Margt forvitnilegt kemur í ljós í spjallinu en stúlkur eru almennt sammála um að það versta við að vera kvenmaður sé að fara á blæðingar.

Þá eru drengir einnig spurðir um draumadísina og segir einn að hún þurfi að vera "fokking" heit.

Nemendur eru líka spurðir hvort þeir viti hver forsætisráðherra er og vita það fæstir. Einn heldur að Jóhanna Sigurðardóttir sé forsætisráðherra og annar frú Vigdís Finnbogadóttir.

Kíkið á meðfylgjandi myndbrot og sjáið skólaspjallið í heild sinni.


Tengdar fréttir

Biðja lögregluna og nærstadda afsökunar

"Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Egill Ploder, Nökkvi Fjalar og Róbert Úlfars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×