Sævar Poetrix stendur við orð sín: „Hún hlýtur að vita ekki betur“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. október 2014 20:33 Sævar vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Vísir/Vilhelm „Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“ Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“
Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Sjá meira
Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19
"Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30