Innlent

Bíll valt á Holtavörðuheiði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir / GVA
Bíll valt á Holtavörðuheiði síðdegis í dag. Tvennt var í bílnum en bæði sluppu með minniháttar eymsli.

Lögreglan á Blönduósi er á slysstað.

Lögreglumaður sem er á vettvangi segir í samtali við Vísi að betur hafi farið en á horfðist. „Hann hefur sennilega farið tvær veltur og endaði ofan í skurði,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×