Lífið

Fulltrúar Forbes og Variety á RIFF

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá opnunarpartý RIFF.
Frá opnunarpartý RIFF. Mynd/RIFF
Fjölmargir erlendir blaðamenn sækja Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík RIFF í ár en meðal þeirra eru menningarritstjóri Dazed and Confused og Another Magazine, blaðamenn frá Huffington Post, Forbes, The Hollywood Reporter og Variety. Einnig eru á landinu fulltrúar frá Golden Globe hátíðinni sem eru að kynna sér íslenskar kvikmyndir og ætla að veita RIFF sérstök heiðursverðlaun annað kvöld en þá verður einnig Gyllti lundinn afhentur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF.

Blaðamenn koma bæði til þess að kynna sér myndirnar sem eru í boði á hátíðinni og til þess að sækja svokallaða bransadaga RIFF. Markmið bransadaganna er að kynna íslensk verk, koma nýjum verkefnum á koppinn og mynda alþjóðleg tengsl. Fjöldi erlendra gesta koma sérstaklega á Bransadaga; sölu- og dreifingaraðilar, framleiðendur og blaðamenn auk erlendra kvikmyndaleikstjóra.  

Meðal viðburða má nefna kynningu á íslenskum kvikmyndatónskáldum sem haldin var í gær með Ólafi Arnalds, Valgeiri Sigurðssyni, Pétri Ben og Úlfi Eldjárn.  Í dag kynna blaðamenn sér framleiðslufyrirtækið RVX studios, fyrirtæki Baltasars Kormáks. Á morgun, laugardaginn  4.október, verður svo málþing um hvernig bók verður að bíómynd en þar koma margir okkar helstu kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda saman í Bókasafni Kópavogs frá klukkan tvö til fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×