Helsta dansparið ósátt við DSÍ: „Þessi ákvörðun er fáránleg“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. október 2014 18:15 Hanna Rún og Nikita. Eitt helsta par Íslands í latin-dönsum er ósátt við ákvörðun Danssambands Íslands, sem veitti parinu ekki undanþágu til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu í dönsum sem fer fram í Tékklandi um helgina. Óvenjuleg framþróun mála varð til þess að eingöngu eitt par fór fyrir hönd Íslands á mótið, þrátt fyrir að Íslendingar ættu rétt á að senda tvö pör til keppni. Parið sem varð Íslandsmeistari á þessu ári og vann sér því þátttökurétt á HM. Parið í öðru sæti hætti að dansa saman í síðustu viku og gaf frá sér keppnisréttinn. Reglur Danssambands Íslands (DSÍ) segja til um að pörin í þriðja og fjórða sæti hljóti keppnisrétt. Hvorugt þeirra þáði boðið á HM, enda höfðu bæði þeirra einnig hætt að dansa saman. „Þetta gerist stundum í dansinum, að pör hætti að dansa saman. Auðvitað er mjög óheppilegt að þetta var allt í þessum flokki,“ segir Guðfinna Ármannsdóttir, formaður DSÍ. Þau Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev hafa verið eitt fremsta par Íslands í Latin-dönsum undanfarin ár. En parið hefur ekki keppt á þessu ári, vegna þess að þau Hanna og Nikita eignuðust saman son fyrir þremur og hálfum mánuði. Parið sóttist eftir að fá að taka þátt í mótinu, í stað þess að Ísland nýtti ekki þátttökurétt sinn til fullnustu. Parið bauðst til að bera allan kostnað af ferðinni, eina sem það sóttist eftir var að fá að keppa. „Þessi ákvörðun er fáránleg. Þarna er verið að eyðileggja fyrir okkur,“ segir Hanna Rún ósátt. Guðfinna formaður segist skilja afstöðu Hönnu og Nikita, en segir DSÍ þurfa að fara eftir reglum, að jafnt þurfi yfir alla að ganga. „Hanna og Nikita hafa staðið sig frábærlega og verið okkar besta latin-par. En þau hafa ekki keppt í heilt ár og geta því ekki tekið þátt. Ef stjórnin á að beygja reglurnar þarf það að hagnast öllum, ekki bara einu pari.“Erum í okkar besta formi Hanna Rún og Nikita hafa ekkert keppt á árinu, en Hanna Rún hefur verið í barneignaleyfi. „Þegar við tókum þátt í síðasta Íslandsmóti höfðum við æft saman í viku. En okkur gekk ótrúlega vel á mótinu. Unnum í öllum flokkum sem við kepptum í. Við tókum þátt á síðasta heimsmeistaramóti og náðum þá besta árangri sem Íslendingar hafa náð,“ segir Hanna Rún og heldur áfram: „Við æfðum alveg þar til ég var komin 38 vikur á leið. Svo höfum við verið að koma okkur í form og erum nú betri en áður, ef eitthvað er. Við erum miklu ferskari.“ Þegar Hanna og Nikita sáu fram á að sæti á HM myndi losna ákváðu þau að hafa samband við DSÍ í gegnum félag sitt Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar. Formaður félagsins sendi formlega beiðni til DSÍ um að Hönnu og Nikita yrði boðið þetta lausa sæti. Þeirri beiðni var hafnað. Hanna segir svo frá því hvernig þau reyndu að halda málinu gangandi. „Við stungum upp á því að hafa opna æfingu þar sem öllum yrði boðið og landsliðsþjálfarinn fengi að velja það par sem hann teldi vera best til þess fallið að taka þátt í mótinu. Við fórum á fund með stjórn Danssambandsins og þar fengum við að vita að þeirri beiðni væri líka hafnað.“ Upplifun Hönnu af fundinum var ekki góð. „Nei, mér fannst þau ekki taka vel á móti okkur, eins og að við værum ekki velkomin.“ Hún er ósátt og telur að einhverjar persónulegar hvatir gætu legið þarna að baki. Hún gagnrýnir einnig að stjórnin hafi spurt út í tæknileg atriði dansins og segir að landsliðsþjálfarinn eigi að hugsa á þessum forsendum, stjórnin eigi að einbeita sér að tæknilegum málum. „Heimsmeistaramótið skiptir alveg rosalega miklu máli. Við erum að standa í þessu allan ársins hring. Síðasta keppnisárið kostaði okkur tíu milljónir. Og HM er hátíð fyrir danspör. Þar er maður að hitta gamla vini, kynnast nýjum, sýna sig og sjá aðra.“Þurfa að hugsa um hag heildarinnar Þegar Guðfinna Ármannsdóttir er spurð hvers vegna DSÍ vildi ekki hleypa þeim Hönnu og Nikita tiltekur hún nokkrar ástæður. „Þau eru ekki búin að dansa í heilt ár. Við höfum engar forsendur til þess að meta þau út frá neinu nema það sem þau gerðu fyrir ári síðan,“ segir hún. Guðfinna bendir einnig á að erfitt sé að halda opna æfingu þar sem öllum pörum sem hafi áhuga sé boðið. „Mörg pör eru að undirbúa sig fyrir mót í Bretlandi og sum eru farin þangað. Það er ekki sanngjarnt að eitt par geti lagt þessa bón fram. Það par hefur því kannski haft meiri tíma til að undirbúa sig en hin. Ef þessi ósk – að halda opna æfingu – hefði verið lögð fram af stjórninni eða landsliðsþjálfara hefði þetta verið öðruvísi. En þarna er eitt par að leggja þetta til og getur undirbúið sig betur. Það er ósanngjarnt.“ Guðfinna segist skilja Hönnu og Nikita. Hún segir þau hafa verið fremsta par landsins í þessum flokki þegar þau kepptu. „En við erum með fjögur þúsund manna íþróttasamband. Við verðum að starfa eftir einhverjum reglum. Ég skil alveg afstöðuna að stundum þurfi að beygja reglurnar. En það þarf þá að vera til hagsbóta fyrir alla,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Ég skil að þau vilji fara. Auðvitað er kappsmál að komast á HM. Allir alvöru keppnismenn vilja komast þangað.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Eitt helsta par Íslands í latin-dönsum er ósátt við ákvörðun Danssambands Íslands, sem veitti parinu ekki undanþágu til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu í dönsum sem fer fram í Tékklandi um helgina. Óvenjuleg framþróun mála varð til þess að eingöngu eitt par fór fyrir hönd Íslands á mótið, þrátt fyrir að Íslendingar ættu rétt á að senda tvö pör til keppni. Parið sem varð Íslandsmeistari á þessu ári og vann sér því þátttökurétt á HM. Parið í öðru sæti hætti að dansa saman í síðustu viku og gaf frá sér keppnisréttinn. Reglur Danssambands Íslands (DSÍ) segja til um að pörin í þriðja og fjórða sæti hljóti keppnisrétt. Hvorugt þeirra þáði boðið á HM, enda höfðu bæði þeirra einnig hætt að dansa saman. „Þetta gerist stundum í dansinum, að pör hætti að dansa saman. Auðvitað er mjög óheppilegt að þetta var allt í þessum flokki,“ segir Guðfinna Ármannsdóttir, formaður DSÍ. Þau Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev hafa verið eitt fremsta par Íslands í Latin-dönsum undanfarin ár. En parið hefur ekki keppt á þessu ári, vegna þess að þau Hanna og Nikita eignuðust saman son fyrir þremur og hálfum mánuði. Parið sóttist eftir að fá að taka þátt í mótinu, í stað þess að Ísland nýtti ekki þátttökurétt sinn til fullnustu. Parið bauðst til að bera allan kostnað af ferðinni, eina sem það sóttist eftir var að fá að keppa. „Þessi ákvörðun er fáránleg. Þarna er verið að eyðileggja fyrir okkur,“ segir Hanna Rún ósátt. Guðfinna formaður segist skilja afstöðu Hönnu og Nikita, en segir DSÍ þurfa að fara eftir reglum, að jafnt þurfi yfir alla að ganga. „Hanna og Nikita hafa staðið sig frábærlega og verið okkar besta latin-par. En þau hafa ekki keppt í heilt ár og geta því ekki tekið þátt. Ef stjórnin á að beygja reglurnar þarf það að hagnast öllum, ekki bara einu pari.“Erum í okkar besta formi Hanna Rún og Nikita hafa ekkert keppt á árinu, en Hanna Rún hefur verið í barneignaleyfi. „Þegar við tókum þátt í síðasta Íslandsmóti höfðum við æft saman í viku. En okkur gekk ótrúlega vel á mótinu. Unnum í öllum flokkum sem við kepptum í. Við tókum þátt á síðasta heimsmeistaramóti og náðum þá besta árangri sem Íslendingar hafa náð,“ segir Hanna Rún og heldur áfram: „Við æfðum alveg þar til ég var komin 38 vikur á leið. Svo höfum við verið að koma okkur í form og erum nú betri en áður, ef eitthvað er. Við erum miklu ferskari.“ Þegar Hanna og Nikita sáu fram á að sæti á HM myndi losna ákváðu þau að hafa samband við DSÍ í gegnum félag sitt Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar. Formaður félagsins sendi formlega beiðni til DSÍ um að Hönnu og Nikita yrði boðið þetta lausa sæti. Þeirri beiðni var hafnað. Hanna segir svo frá því hvernig þau reyndu að halda málinu gangandi. „Við stungum upp á því að hafa opna æfingu þar sem öllum yrði boðið og landsliðsþjálfarinn fengi að velja það par sem hann teldi vera best til þess fallið að taka þátt í mótinu. Við fórum á fund með stjórn Danssambandsins og þar fengum við að vita að þeirri beiðni væri líka hafnað.“ Upplifun Hönnu af fundinum var ekki góð. „Nei, mér fannst þau ekki taka vel á móti okkur, eins og að við værum ekki velkomin.“ Hún er ósátt og telur að einhverjar persónulegar hvatir gætu legið þarna að baki. Hún gagnrýnir einnig að stjórnin hafi spurt út í tæknileg atriði dansins og segir að landsliðsþjálfarinn eigi að hugsa á þessum forsendum, stjórnin eigi að einbeita sér að tæknilegum málum. „Heimsmeistaramótið skiptir alveg rosalega miklu máli. Við erum að standa í þessu allan ársins hring. Síðasta keppnisárið kostaði okkur tíu milljónir. Og HM er hátíð fyrir danspör. Þar er maður að hitta gamla vini, kynnast nýjum, sýna sig og sjá aðra.“Þurfa að hugsa um hag heildarinnar Þegar Guðfinna Ármannsdóttir er spurð hvers vegna DSÍ vildi ekki hleypa þeim Hönnu og Nikita tiltekur hún nokkrar ástæður. „Þau eru ekki búin að dansa í heilt ár. Við höfum engar forsendur til þess að meta þau út frá neinu nema það sem þau gerðu fyrir ári síðan,“ segir hún. Guðfinna bendir einnig á að erfitt sé að halda opna æfingu þar sem öllum pörum sem hafi áhuga sé boðið. „Mörg pör eru að undirbúa sig fyrir mót í Bretlandi og sum eru farin þangað. Það er ekki sanngjarnt að eitt par geti lagt þessa bón fram. Það par hefur því kannski haft meiri tíma til að undirbúa sig en hin. Ef þessi ósk – að halda opna æfingu – hefði verið lögð fram af stjórninni eða landsliðsþjálfara hefði þetta verið öðruvísi. En þarna er eitt par að leggja þetta til og getur undirbúið sig betur. Það er ósanngjarnt.“ Guðfinna segist skilja Hönnu og Nikita. Hún segir þau hafa verið fremsta par landsins í þessum flokki þegar þau kepptu. „En við erum með fjögur þúsund manna íþróttasamband. Við verðum að starfa eftir einhverjum reglum. Ég skil alveg afstöðuna að stundum þurfi að beygja reglurnar. En það þarf þá að vera til hagsbóta fyrir alla,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Ég skil að þau vilji fara. Auðvitað er kappsmál að komast á HM. Allir alvöru keppnismenn vilja komast þangað.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira