Innlent

Gasmengun spáð á öllu Norðurlandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Veðurstofan varar við því að í dag megi búast við að gasmengunar verði vart norður og vestur af eldstöðinni í Holuhrauni. Líkur eru á mengun á svæðinu frá Öxarfirði, vestur í Húnaflóa og jafnvel að Breiðafirði.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar fyrir morgundaginn má síðan búast við gasmengun til vesturs og er líklegast að svæðið afmarkist frá Barðaströnd í norðri að Hvalfirði í suðri.

Skjálftavirkni við Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur. Um þrjátíu jarðskjálftar hafa mælst frá klukkan 19 í gærkvöld og var sá stærsti 4,8 stig en hann reið yfir laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Alls hafa tólf skjálftar verið yfir þrjú stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×