Falleg þrátt fyrir óhreinindi og hávaða Frosti Logason skrifar 5. október 2014 11:38 Delí er næststærsta borg Indlands með tæplega 18 milljónir íbúa og er stórborgarsvæði borgarinnar eitt það stærsta í heimi. Sem Íslendingur eru það talsverð viðbrigði að heimsækja stað sem þennan því hér er allt margfallt stærra en við eigum að venjast og íbúarfjöldin mjög yfirþyrmandi. Allar götur eru alltaf troðnar af fólki, bílum og svokölluðum Tuk-tuk farartækjum en það eru lítil yfirbyggð mótorþríhjól sem eru notuð sem leigubílar á Indlandi og víðar í Asíu. Delí varð höfuðborg landsins árið 1911 þegar Bretar ákváðu að höfuðborgin skyldi flutt frá Kalkútta og reistu þeir þá nýja borg fyrir sunnan Delí sem varð eftir það kölluð Nýja Delí. Þegar Indland hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947 var Nýja Delí gerð að höfuðborg landsins og aðal stjórnsetri. Borgin er mjög heillandi og falleg á sinn hátt þrátt fyrir að vera bæði skítug og hávaðasöm. Frá morgni til kvölds yfirgnæfa hróp, köll og bílflautur hugsanir manns en eftir tveggja daga dvöl er það farið að venjast furðu vel. Hér er ódýrt að vera. Sígarettupakki kostar um 400 krónur íslenskar og fyrir væna máltíð á fínu veitingahúsi er algengt verð í kringum 1500 krónur. Allur matur sem við höfum fengið hér hefur verið hreint lostæti enda hefðbundin indversk matargerð með því allra besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Tónlistin í klippunni hér að ofan er frá SOR Crew og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hana.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. AsíAfríka Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Delí er næststærsta borg Indlands með tæplega 18 milljónir íbúa og er stórborgarsvæði borgarinnar eitt það stærsta í heimi. Sem Íslendingur eru það talsverð viðbrigði að heimsækja stað sem þennan því hér er allt margfallt stærra en við eigum að venjast og íbúarfjöldin mjög yfirþyrmandi. Allar götur eru alltaf troðnar af fólki, bílum og svokölluðum Tuk-tuk farartækjum en það eru lítil yfirbyggð mótorþríhjól sem eru notuð sem leigubílar á Indlandi og víðar í Asíu. Delí varð höfuðborg landsins árið 1911 þegar Bretar ákváðu að höfuðborgin skyldi flutt frá Kalkútta og reistu þeir þá nýja borg fyrir sunnan Delí sem varð eftir það kölluð Nýja Delí. Þegar Indland hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947 var Nýja Delí gerð að höfuðborg landsins og aðal stjórnsetri. Borgin er mjög heillandi og falleg á sinn hátt þrátt fyrir að vera bæði skítug og hávaðasöm. Frá morgni til kvölds yfirgnæfa hróp, köll og bílflautur hugsanir manns en eftir tveggja daga dvöl er það farið að venjast furðu vel. Hér er ódýrt að vera. Sígarettupakki kostar um 400 krónur íslenskar og fyrir væna máltíð á fínu veitingahúsi er algengt verð í kringum 1500 krónur. Allur matur sem við höfum fengið hér hefur verið hreint lostæti enda hefðbundin indversk matargerð með því allra besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Tónlistin í klippunni hér að ofan er frá SOR Crew og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hana.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
AsíAfríka Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira