AsíAfríkA - Frábær upplifun í alla staði Frosti Logason skrifar 6. október 2014 10:39 Fyrir nokkrum árum ákváðu ferðamálayfirvöld á Indland að tekið yrði upp slagorðið “Ótrúlega Indland” (e. Incredible India) í þeirri von að fleiri ferðamenn flykktust til landsins með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagkerfi þess. Í stuttu máli virðist slagorðið hafa virkað. Ferðamönnum hefur fjölgað þar jafnt og þétt og góður rómur er gerður að upplifun þeirra sem berst nú manna á milli um heim allan. Sem sagt, vel heppnað markaðsátak. Það er þó ekki allt og sumt. Hér er ekki einungis um að ræða eitthvað úthugsað markaðsplott langskólagenginna markaðsfræðinga. Það hefur nefnilega ekki skemmt fyrir að sannleiksgildi slagorðsins er algerlega fullkomið. Indland er brjálæðislega, ótrúlegt land.Sem annað fjölmennasta ríki jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli hafa skapast hér miklar öfgar í allar áttir, hvort sem um er að ræða mannlíf, dýralíf eða náttúru. Indverjar eru ein fjölmennasta þjóð heims með um það bil 1.3 milljarða íbúa. Þar eru töluð um 200 tungumál og landið hefur getið af sér allavega fjögur af stærstu trúarbrögðum mannkyns. Hindúatrú, búddatrú, jainisma og síkisma. Hindúar eru lang stærsti trúarhópurinn í landinu eða um sjötíu prósent mannfjöldans. Múslimar koma þar á eftir í um tuttugu prósentum og restin, eða um það bil tíu prósent skiptist niður á hina ýmsu hópa svo sem kristna, síka, búddista, gyðinga og svo mætti lengi telja.Trúarbrögðin eru tekin mjög alvarlega á Indlandi.Indland er 3,3 milljón ferkílómetrar að stærð, langfjölmennasta lýðræðisríki heims og vaxandi hernaðarveldi. Þar er annar stærsti her í heimi og hefur hann yfir að ráða kjarnorkuvopnum sem gerir Indland að þungarvigtarspilurum á sviði alþjóðastjórnmála. Mörg af elstu menningarsamfélögum heims eiga rætur sínar að rekja til Indlands og mannlífið þar er alveg ævintýralega fjölbreytt. Delí er næststærsta borg landsins með tæplega 18 milljónir íbúa. Hún skiptist gróflega niður í tvo hluta, Gömlu Delí sem er ævaforn borg með langa sögu og mikla menningu og svo Nýja Delí, en hana byrjuðu Bretar að byggja árið 1911 þegar þeir drottnuðu yfir landinu með heimsvaldastefnu sinni allt frá 19. öld til ársins 1947 þegar landið hlaut sjálfstæði.Frá stjórnarráðshverfinu í Nýju Delí.Nýja Delí er því allt önnur en sú gamla. Þar er miðpunkturinn hið umfangsmikla stjórnsýsluhverfi sem minnir óneitanlega á Washington DC í Bandaríkjunum eða París í Frakklandi. Þar er allt hannað til þess að skapa mikil áhrif á þann sem á horfir. Stórar og mikilfenglegar byggingar sem standa við vel skipulagðar breiðgötur eru aðalsmerki borgarinnar.Tveir hressir í Gömlu Delí.Gamla Delí er aftur á móti hefbundnari fyrir Indland. Þröngar götur og gömul hús, sem virðast að hruni komin, einkenna hana ásamt öðru tilviljunarkenndu óskipulagi að því er virðist. Fátækt er þar mjög áberandi og á sama tíma er þar gríðarlega fjölskrúðugt mannlíf. Umferðin þar er hreinasta geðveiki og jafnast örugglega ekki á við neina umferð annars staðar á jörðinni. Fyrir það fyrsta eru göturnar svo algerlega yfirfullar af farartækjum og mannfólki að manni einfaldlega fallast hendur við fyrstu sýn. Í flestum samfélögum held ég að fólk mundi bara gefast upp. Stíga út úr bifreiðunum og ganga heim ef álíka ástand skapaðist á strætum annarra stórborga heimsins.Umferðaröngþveiti og öll fjölskyldan á vespu er algeng sjón.Einhvernvegin láta Indverjarnir þetta allt saman þó ganga upp. Þar liggja menn reyndar á bílflautunni allann liðlangann daginn og sleppa henni einungis, að því er virðist, rétt til að ná fram áhrifum áherslu þagna inn á milli hávaðans sem þær skapa. Líkt og þeim hafi verið kennt í ökukennslunni að það sé normið að halda flautunni inni, en maður eigi bara að sleppa henni rétt til hvíldar, nokkrar sekúndur í senn, inn á milli. Þetta getur auðvitað ært óstöðugann, en Indverjarnir láta þetta ekki á sig fá. Þeir Indverjar sem við hittum virtust allir alltaf vera í góðu skapi og voru gríðarlega vinsamlegir.Ravi vinur okkar bauð upp á te.Auðvitað hafa einhverjir þeirra örugglega séð í okkur lifandi tækifæri til þess að hafa af fé. Við lentum margsins í því að ungir menn nálguðumst okkur af fyrra bragði úti á götu til þess að reyna að hjálpa eða mæla með hinu og þessu sem ætti að gera dvöl okkar okkar sem besta á Indlandi. Við vorum varaðir við slíkum gylliboðum strax á fyrsta degi og féllum aldrei í þá gryfju sem betur fer. Okkur var þó aldrei ógnað og við upplifðum okkur ekki á neinum tímapunkti í óþægilegum aðstæðum þrátt fyrir að mikið væri gónt á okkur og í sumum tilfellum gólað á eftir okkur úti á götu. Það voru þá yfirleitt ummæli um húðflúr mín sem virtust vera Indverjunum fullkomlega framandi furðuverk og oft tilefni til þess að snúa höfðum þeirra í 180 gráður svo ekki sé meira sagt.Þessir vildu fá mynd með húðfúraða viðundrinu frá Íslandi.Nokkrum sinnum var ég meira að segja beðinn um að leyfa myndatökur þar sem fólk fékk að stilla sér upp með því sjaldséða viðundri sem ég virðist vera á þessu svæði. Það var nú bara vinalegt og veitti ég auðvitað leyfi fyrir því með glöðu geði. Ég velti því þó fyrir mér hvað blessað fólkð ætlar að gera við þessar myndir. Verða þær ef til vill sendar inn á næsta dagblað sem fréttaskot; “evrópskt viðrini sást í Nýju Delí”. Það væri nú eitthvað.Fílarnir heilsa að indverskum sið.Að lokum er svo ekki hægt að skrifa um Indland án þess að minnast á matinn og menninguna í kring um hann. Hún er algerlega sér á báti og auðvitað löngu orðin vinsæl og vel þekkt um allann heim. Í þá sjö daga sem við vorum á Indlandi borðaði ég ekki í eitt skipti mat sem mundi kallast miðlungs eða einungis í lagi. Allar máltíðir, alla daga, voru eins og jólin (sem þó er ekki góð samlíking því jólamatur er alls ekki góður). Stórkostlega veisla fyrir bæði maga og bragðlauka sem hver toppaði aðra í fjölbreytileika og gæðum. Indlandi er líka sannkallað himnaríki fyrir grænmetisætur. Í tvö skipti prófuðum við að borða alveg eins og heimamenn, eða sem sagt einungis með fingrunum. Í fyrra skiptið þegar við snæddum heima hjá indverskri fjölskyldu sem eldaði fyrir okkar hefbunda heimamáltíð og í annað skiptið þegar við fórum í mikla matarveislu undir berum himni rétt fyrir utan borgina Jaipur. Þetta voru áhugaverðar tilraunir sem höfðust báðar á endanum. Alltaf fórum við glaðir, saddir og sáttir frá borði. Við vorum einungis í viku í landinu og því kannski ekki færir um að gefa út fullkomið vottorð um kosti og galla Indlands. Upplifun okkar var þó að öllu leiti jákvæð og má því segja að það hafi komið mjög skemmtilega á óvart. Þrátt fyrir alla geðveikina og öll lætin eru Indverjar stórkostlegt og vinalegt fólk sem ég er í dag stolltur af því kalla vini mína. Takk fyrir mig Indland.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. AsíAfríka Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Fyrir nokkrum árum ákváðu ferðamálayfirvöld á Indland að tekið yrði upp slagorðið “Ótrúlega Indland” (e. Incredible India) í þeirri von að fleiri ferðamenn flykktust til landsins með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagkerfi þess. Í stuttu máli virðist slagorðið hafa virkað. Ferðamönnum hefur fjölgað þar jafnt og þétt og góður rómur er gerður að upplifun þeirra sem berst nú manna á milli um heim allan. Sem sagt, vel heppnað markaðsátak. Það er þó ekki allt og sumt. Hér er ekki einungis um að ræða eitthvað úthugsað markaðsplott langskólagenginna markaðsfræðinga. Það hefur nefnilega ekki skemmt fyrir að sannleiksgildi slagorðsins er algerlega fullkomið. Indland er brjálæðislega, ótrúlegt land.Sem annað fjölmennasta ríki jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli hafa skapast hér miklar öfgar í allar áttir, hvort sem um er að ræða mannlíf, dýralíf eða náttúru. Indverjar eru ein fjölmennasta þjóð heims með um það bil 1.3 milljarða íbúa. Þar eru töluð um 200 tungumál og landið hefur getið af sér allavega fjögur af stærstu trúarbrögðum mannkyns. Hindúatrú, búddatrú, jainisma og síkisma. Hindúar eru lang stærsti trúarhópurinn í landinu eða um sjötíu prósent mannfjöldans. Múslimar koma þar á eftir í um tuttugu prósentum og restin, eða um það bil tíu prósent skiptist niður á hina ýmsu hópa svo sem kristna, síka, búddista, gyðinga og svo mætti lengi telja.Trúarbrögðin eru tekin mjög alvarlega á Indlandi.Indland er 3,3 milljón ferkílómetrar að stærð, langfjölmennasta lýðræðisríki heims og vaxandi hernaðarveldi. Þar er annar stærsti her í heimi og hefur hann yfir að ráða kjarnorkuvopnum sem gerir Indland að þungarvigtarspilurum á sviði alþjóðastjórnmála. Mörg af elstu menningarsamfélögum heims eiga rætur sínar að rekja til Indlands og mannlífið þar er alveg ævintýralega fjölbreytt. Delí er næststærsta borg landsins með tæplega 18 milljónir íbúa. Hún skiptist gróflega niður í tvo hluta, Gömlu Delí sem er ævaforn borg með langa sögu og mikla menningu og svo Nýja Delí, en hana byrjuðu Bretar að byggja árið 1911 þegar þeir drottnuðu yfir landinu með heimsvaldastefnu sinni allt frá 19. öld til ársins 1947 þegar landið hlaut sjálfstæði.Frá stjórnarráðshverfinu í Nýju Delí.Nýja Delí er því allt önnur en sú gamla. Þar er miðpunkturinn hið umfangsmikla stjórnsýsluhverfi sem minnir óneitanlega á Washington DC í Bandaríkjunum eða París í Frakklandi. Þar er allt hannað til þess að skapa mikil áhrif á þann sem á horfir. Stórar og mikilfenglegar byggingar sem standa við vel skipulagðar breiðgötur eru aðalsmerki borgarinnar.Tveir hressir í Gömlu Delí.Gamla Delí er aftur á móti hefbundnari fyrir Indland. Þröngar götur og gömul hús, sem virðast að hruni komin, einkenna hana ásamt öðru tilviljunarkenndu óskipulagi að því er virðist. Fátækt er þar mjög áberandi og á sama tíma er þar gríðarlega fjölskrúðugt mannlíf. Umferðin þar er hreinasta geðveiki og jafnast örugglega ekki á við neina umferð annars staðar á jörðinni. Fyrir það fyrsta eru göturnar svo algerlega yfirfullar af farartækjum og mannfólki að manni einfaldlega fallast hendur við fyrstu sýn. Í flestum samfélögum held ég að fólk mundi bara gefast upp. Stíga út úr bifreiðunum og ganga heim ef álíka ástand skapaðist á strætum annarra stórborga heimsins.Umferðaröngþveiti og öll fjölskyldan á vespu er algeng sjón.Einhvernvegin láta Indverjarnir þetta allt saman þó ganga upp. Þar liggja menn reyndar á bílflautunni allann liðlangann daginn og sleppa henni einungis, að því er virðist, rétt til að ná fram áhrifum áherslu þagna inn á milli hávaðans sem þær skapa. Líkt og þeim hafi verið kennt í ökukennslunni að það sé normið að halda flautunni inni, en maður eigi bara að sleppa henni rétt til hvíldar, nokkrar sekúndur í senn, inn á milli. Þetta getur auðvitað ært óstöðugann, en Indverjarnir láta þetta ekki á sig fá. Þeir Indverjar sem við hittum virtust allir alltaf vera í góðu skapi og voru gríðarlega vinsamlegir.Ravi vinur okkar bauð upp á te.Auðvitað hafa einhverjir þeirra örugglega séð í okkur lifandi tækifæri til þess að hafa af fé. Við lentum margsins í því að ungir menn nálguðumst okkur af fyrra bragði úti á götu til þess að reyna að hjálpa eða mæla með hinu og þessu sem ætti að gera dvöl okkar okkar sem besta á Indlandi. Við vorum varaðir við slíkum gylliboðum strax á fyrsta degi og féllum aldrei í þá gryfju sem betur fer. Okkur var þó aldrei ógnað og við upplifðum okkur ekki á neinum tímapunkti í óþægilegum aðstæðum þrátt fyrir að mikið væri gónt á okkur og í sumum tilfellum gólað á eftir okkur úti á götu. Það voru þá yfirleitt ummæli um húðflúr mín sem virtust vera Indverjunum fullkomlega framandi furðuverk og oft tilefni til þess að snúa höfðum þeirra í 180 gráður svo ekki sé meira sagt.Þessir vildu fá mynd með húðfúraða viðundrinu frá Íslandi.Nokkrum sinnum var ég meira að segja beðinn um að leyfa myndatökur þar sem fólk fékk að stilla sér upp með því sjaldséða viðundri sem ég virðist vera á þessu svæði. Það var nú bara vinalegt og veitti ég auðvitað leyfi fyrir því með glöðu geði. Ég velti því þó fyrir mér hvað blessað fólkð ætlar að gera við þessar myndir. Verða þær ef til vill sendar inn á næsta dagblað sem fréttaskot; “evrópskt viðrini sást í Nýju Delí”. Það væri nú eitthvað.Fílarnir heilsa að indverskum sið.Að lokum er svo ekki hægt að skrifa um Indland án þess að minnast á matinn og menninguna í kring um hann. Hún er algerlega sér á báti og auðvitað löngu orðin vinsæl og vel þekkt um allann heim. Í þá sjö daga sem við vorum á Indlandi borðaði ég ekki í eitt skipti mat sem mundi kallast miðlungs eða einungis í lagi. Allar máltíðir, alla daga, voru eins og jólin (sem þó er ekki góð samlíking því jólamatur er alls ekki góður). Stórkostlega veisla fyrir bæði maga og bragðlauka sem hver toppaði aðra í fjölbreytileika og gæðum. Indlandi er líka sannkallað himnaríki fyrir grænmetisætur. Í tvö skipti prófuðum við að borða alveg eins og heimamenn, eða sem sagt einungis með fingrunum. Í fyrra skiptið þegar við snæddum heima hjá indverskri fjölskyldu sem eldaði fyrir okkar hefbunda heimamáltíð og í annað skiptið þegar við fórum í mikla matarveislu undir berum himni rétt fyrir utan borgina Jaipur. Þetta voru áhugaverðar tilraunir sem höfðust báðar á endanum. Alltaf fórum við glaðir, saddir og sáttir frá borði. Við vorum einungis í viku í landinu og því kannski ekki færir um að gefa út fullkomið vottorð um kosti og galla Indlands. Upplifun okkar var þó að öllu leiti jákvæð og má því segja að það hafi komið mjög skemmtilega á óvart. Þrátt fyrir alla geðveikina og öll lætin eru Indverjar stórkostlegt og vinalegt fólk sem ég er í dag stolltur af því kalla vini mína. Takk fyrir mig Indland.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
AsíAfríka Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira