Innlent

Líkur á að gasmengun berist frá eldgosinu til vesturs og suðvesturs

Stefán Árni Pálsson skrifar
VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og áður. Hraunframleiðslan er stöðug og rennur hraunið til suðausturs frá gígunum og út í Jökulsá á Fjöllum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður, örlítið hefur dregið úr stærð stærstu skjálftanna.

Sjö skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst frá hádegi í gær, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti var 5,0 af stærð og varð hann rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær.

Jarðskjálftar hafa mælst við Kópasker síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa mældust sex skjálftar stærri en 2,0. Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Í dag og morgun eru líkur á að gasmengun berist frá eldgosinu til vesturs og suðvesturs. Því gæti mengunar orðið vart á svæði sem afmarkast af Snæfellsnesi í norðri og suður á Reykjanes.

Möguleiki er að mengunar verði vart á höfuðborgarsvæðinu um tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.