„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 16:30 Forsíðan. „Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“ Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
„Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“
Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35
FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15
Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53
Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00
„Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17