Lífið

Sýna á sér nýja hlið á RIFF

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Skemmtikrafturinn viðkunnanlegi, Ari Eldjárn, mun afhjúpa nýja hlið á sér í lok september. Þá mun hann mæta í hinn svokallaða Heita bíópott í Kópavogi og sýna stuttmyndina Ber er hver, en myndin verður sýnd í tengslum við RIFF-hátíðina. Myndin var frumsýnd árið 2009 og hefur ekki verið aðgengileg síðan þá.

Þá mun 
Sigríður Soffía Níelsdóttir e innig sýna stuttmynd sína, Requiem, en borgarbúar nutu listar hennar síðast á menningarnótt, þar sem hún hannaði athyglisverða flugeldasýningu með danslistina að leiðarljósi.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.