Innlent

Gosbjarmi og norðurljós á Akureyri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gosbjarmann úr Holuhrauni bar við stjörnubjartan himinn.
Gosbjarmann úr Holuhrauni bar við stjörnubjartan himinn. Vísir/Jóhannes Sigfússon
Lítilsháttar næturfrost mældist á nokkrum veðurathugunarstöðum á láglendi í nótt, eða á Grímsstöðum á Fjöllum, Brú á Jökuldal og á Staðarhóli, auk nokkurra stöðva á hálendinu.

Heiðskýrt var á þessum slóðum og nutu Akureyringar og sjálfsagt fleiri norðlendingar í senn, norðurljósa og eldbjarma frá eldgosinu í Holuhrauni í nótt.

Eldstöðvarnar í Holuhrauni eru í ríflega 100 kílómetra fjarlægð frá Akureyri.

Vísir/Jóhannes Sigfússon
Meðfylgjandi myndir tók Jóhannes Sigfússon lögregluþjónn á Akureyri í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×